is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13806

Titill: 
  • „Ó, Tyler, bjargaðu mér frá sænskum húsgögnum.“ Um tilvistarstefnu og neysluhyggju í Fight Club eftir Chuck Palahniuk
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hér verður fjallað um skáldsöguna Fight Club (1997) eftir bandaríska rithöfundinn Chuck Palahniuk með hliðsjón af hans eigin umfjöllun um verk sín og hinn mínímalíska stíl, tilvistarstefnu Sartres og neysluhyggju. Í bókinni má finna ádeilu á samfélag nútímans og hvernig flestir eru fastir í viðjum neysluhyggjunnar í örvæntingarfullri von um að hún færi lífi þeirra einhverja merkingu og tilgang. Sögumaðurinn í Fight Club reynir að brjótast út úr því í krafti heimspeki Tyler Durdens sem, eins og hann sjálfur, er eftirsóknarverður og heillandi þannig að hann hrífur ekki aðeins sögumanninn með sér heldur einnig lesendur verksins. Það sem er sérstakt við Fight Club er að í fyrsta lagi er hún markvisst skrifuð fyrir karlmenn og fjallar um samskipti þeirra. Í öðru lagi eru það hin óvenjulega sterku áhrif sem hún hefur á lesendur sem, eins og sögumaðurinn, vona að í orðum Tylers felist einhverskonar lausn sem geri þá frjálsa undan oki samfélagsins. Tyler verður þar af leiðandi í augum þeirra að bjargvættinum sem á að frelsa þá frá innihaldslausu lífi, úr viðjum neysluhyggjunnar og hins efnislega og í kjölfarið vera boðberi hinnar sönnu merkingar lífsins.

Samþykkt: 
  • 17.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13806


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fight Club.pdf434.91 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna