ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Viðskipta- og raunvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1381

Titill

Sjókvíaeldi á þorski í Klettsvík

Útdráttur

Á undanförnum árum hafa augum manna, í auknum mæli, beinst að þorskeldi sem vaxtarbroddi. Þorskveiðar hafa dregist saman á undanförnum árum og um leið skapast bil, milli framboðs og eftirspurnar, sem hugsanlega má brúa með eldi.
Fyrirtækið Kví ehf. var stofnað á síðasta ári utan um uppbyggingu og rekstur á sjókvíaeldistöð í Klettsvík, í Vestmannaeyjum. Ætlunin er að byggja á eldi á þorski og hefur undurbúningur þess staðið í u.þ.b. eitt ár. Villtur þorskur verður veiddur og hann alin áfram. Samhliða því verða stundaðar tilraunir með eldi á seiðum með það fyrir augum að seiði geti staðið undir vaxandi hluta eldisins.
Markaðir fyrir þorsk eru tiltölulega stórir og stöðugir og mikil reynsla er til af sölu þorskafurða. Stærstu markaðir fyrir heilan þorsk eru í Bretlandi og helstu markaðir fyrir fersk flök eru í Belgíu og Bandaríkjunum. Lítil reynsla er af sölu á eldisþorski og erfitt að segja til um hver staða hans gagnvart villtum fiski kemur til með að vera.
Aðstæður til sjókvíaeldis eru að mörgu leyti ágætar í Klettsvík, sérstaklega m.t.t. sjávarhita. Slæmt veður og sjólag, að vetri til, gætu reyndar skapað vandamál en þeim ætti að vera hægt að mæta með réttum búnaði.
Kví ehf. stendur ágætlega með þá sterku bakhjarla sem að fyrirtækinu standa. Fyrirtækið hefur yfir að ráða stórri og sterkbyggðri eldiskví auk annars búnaðar sem nauðsynlegur er.
Arðsemi rekstrarins er ekki nægileg miðað við þær upphafsforsendur sem reiknað var með. Líklegt er að tap verði af rekstrinum í byrjun. Kvótaleiga, afurðaverð og fóðurkostnaður hafa langmest áhrif á rekstrarárangurinn.
Lykilorð
• Kví
• Þorskeldi
• Áframeldi
• Klettsvík
• Arðsemi

Athugasemdir

Verkefnið er lokað

Samþykkt
1.1.2003


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Sjókvíaleldi_viðauki4.zip52,7KBLokaður Sjókvíaeldi - excel reikniverk GNU ZIP  
klettsvik.pdf540KBLokaður Sjókvíaeldi - heild PDF  
klettsvik_e.pdf20,2KBOpinn Sjókvíaeldi - efnisyfirlit PDF Skoða/Opna
klettsvik_h.pdf34,2KBOpinn Sjókvíaeldi - heimildaskrá PDF Skoða/Opna
klettsvik_u.pdf23,0KBOpinn Sjókvíaeldi - útdráttur PDF Skoða/Opna