is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13813

Titill: 
  • Listsköpun Yves Klein. Hugmyndafræðilegar rætur
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Franski listamaðurinn Yves Klein (1928-1962), þótti ögra borgaralegum gildum um miðbik tuttugustu aldarinnar en hann var að áliti margra hinn mesti hneykslunar-smiður. Á vissan hátt var hann talinn hegða sér andfélagslega og þótti hálfgerður trúður. En var hegðun hans og lífstíll hluti listsköpunar hans og því meðvitað inntak? Voru hversdagslegar athafnir hans í raun gjörningur? Klein var Rósakrossmaður og lagði stund á júdó en hvort tveggja hafði mikil áhrif á listsköpun hans og lífsstíl. Auk þess stundaði hann zen-búddisma og varð fyrir áhrifum frá heimspeki Gaston Bachelard. Klein var lífsspekingur, hugmyndasmiður og frumkvöðull. Hann skildi eftir sig fjölbreyttan listferil í formi gjörninga, málverka, ljósmynda, skúlptúra, tónlistar og skrifa sem byggðu á margbrotinni lífssýn hans. Hér verður reynt að varpa ljósi á hugmyndirnar á bak við listsköpun Klein og rekja þau kenningakerfi sem myndlist hans byggir á. Í fyrsta kafla er ferill hans rakinn og sérstaklega fjallað um bláa einlita tímabilið og gjörninginn Les Anthropométries de l’époque bleu. Í öðrum kafla er farið yfir áhrifavalda á listsköpun Klein þar sem heimspeki Rósakrossreglunnar eins og hún birtist hjá Max Heindel er rakin, hugmyndafræði júdóíþróttarinnar, heimspeki zen-búddisma og að lokum heimspeki Gaston Bachelard. Í þriðja hluta eru grunnatriði listheimspeki og fagurfræði rakin í stuttu máli með tengingu við kenningar í nútímalistsköpun og listsköpun Klein sett í samhengi við þær. Í lokin eru niðurstöður dregnar saman.

Samþykkt: 
  • 18.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13813


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Listsköpun+Yves+Klein.pdf3.58 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna