is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13814

Titill: 
  • Til Kaíró, Kaírós eða Kaíróar? Um beygingu erlendra borgarheita í íslensku
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er lögð fram til BA-prófs í almennum málvísindum á Hugvísindasviði Háskóla Íslands. Ritgerðin fjallar um beygingu á erlendum borgarheitum í íslensku. Þá er eingöngu átt við þau borgarheiti sem ekki eiga sér íslenskt afbrigði af nafninu,
    svo sem Kaupmannahöfn og Stokkhólmur, heldur þau borgarheiti sem tekin eru óbreytt (eða þar um bil) úr frummálinu, þó oft séu þau stafsett á annan hátt. Fyrst er fjallað almennt um beygingu nafnorða í íslensku og helstu beygingaflokkana og einnig er fjallað um beygingu á tökuorðum. Því næst er fjallað um leit sem var gerð á netinu að náttúrulegum gögnum. Leitað var að borgarheitum í öllum mögulegum eignarfallsmyndum og niðurstöðunum raðað í flokka. Flokkarnir reyndust vera fjórir talsins en þar sem sum borgarheiti geta verið í fleiri en einum flokk (þ.e. fengið
    tvenns konar eignarfall/beygingu) eru því einnig fleiri mynstur innan þessara flokka. Einnig var gerð könnun með skálduðum borgarheitum sem og raunverulegum
    borgarheitum. Könnunin var gerð á netinu og var hún nafnlaus. Þátttakendur voru 212 talsins. Tilgangurinn var að kanna ákveðin atriði, sem ástæða þótti til, út frá niðurstöðum könnunarinnar á náttúrulegum gögnum. Könnunin leiddi í ljós að sum atriði væru eins og náttúrulegu gögnin gáfu til kynna en málhafar sýndu meiri
    breytileika yfirhöfuð í netkönnuninni. Með könnuninni var gerð tilraun til að svara ákveðnum spurningum, m.a. um tengsl beygingarendinga við ákveðna stofngerð, atkvæðafjölda, tíðni og fleira.

Samþykkt: 
  • 18.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13814


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Copy of BA-ritgerðin.pdf737.93 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna