is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13822

Titill: 
  • Claude Cahun: Birtingarmynd sjálfsins í ljósmyndum og textum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar ritgerðar er rithöfundurinn og myndlistakonan Claude Cahun sem fæddist í Frakklandi árið 1894. Cahun var nánast óþekkt þar til fræðimaðurinn François Leperlier gaf út bók um hana árið 1992, Claude Cahun, l’écart et la metamorphose. Bók Leperlier vakti athygli annara fræðimanna og almennings á verkum hennar og í dag er hún af mörgum álitin fyrirrennari samtímalistakvenna sem fjalla í list sinni um kynhlutverk og sjálfsímynd kvenna í vestrænu samfélagi.
    Mikið hefur verið skrifað um Cahun út frá kynjafræðilegum og feminískum sjónarmiðum en einnig hefur áhugi á henni meðal fræðimanna hinsegin fræða (e. queer-theory) farið stigvaxandi. Cahun vann meirihluta ferils síns innan hugmynda súrrealisma og starfaði um tíma náið með mörgum af helstu listamönnum stefnunnar.
    Hún var rétt í kringum tvítugt þegar hún hóf að taka sjálfsmyndir og eftir hana liggja einhverjar af merkilegustu og jafnframt óvæntustu sjálfsfrásögnum ljósmyndasögunnar.
    Í ritgerðinni er reynt að varpa ljósi á sjálfsfrásögn í verkum Claude Cahun þ.e. ritverkum, ljósmyndum og klippimyndum. Skoðað er hvernig hún fær með aðstoð þessara miðla útrás fyrir þörf sína til að umbreyta sér og máta ný hlutverk með það að markmiði að komast að kjarna síns sanna sjálfs. Þau verk Cahun, sem skoðuð eru í ritgerðinni, sýna öll einhverskonar birtingarmynd sjálfsfrásagnar listakonunnar.

Samþykkt: 
  • 21.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13822


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Claude Cahun - Birtingarmynd sjálfsins í ljósmyndum og textum.pdf454.7 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna