is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13829

Titill: 
  • Þú æskuskari á Íslands strönd. Um æskulýðssöngva og sálma sr. Friðriks Friðrikssonar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er lögð fram til B.A.-prófs í íslensku á Hugvísindasviði Háskóla Íslands. Í henni er fjallað um æskulýðsleiðtogann og skáldið sr. Friðrik Friðriksson. Hann stofnaði félögin KFUM og KFUK á Íslandi og byggði starfið á hefðbundnum gildum kristninnar. Aðferðirnar sem sr. Friðrik notaði í starfinu voru að mörgu leyti nýstárlegar. Hann reyndi að stuðla að virkri þátttöku barna og ungmenna í leik og starfi en það voru ekki síst söngvarnir sem hann notaði til þess að ná til unga fólksins og eru þeir umfjöllunarefni þessarar ritgerðar.
    Þegar litið er yfir texta sr. Friðriks kemur í ljós að þeir eiga margt sameiginlegt. Söngvarnir eru oft sungnir við fjörug lög þar sem hópurinn tekur undir með kröftugum söng. Myndmál hernaðar, æsku og þjóðernis er ríkjandi í textunum. Síðast en ekki síst er mikil áhersla lögð á hópinn. Hver er ástæða þessara áherslna sr. Friðriks? Hvaðan koma þessar hugmyndir sem voru svo ríkjandi í textum hans sem ætlaðir voru æskulýðnum? Þetta eru spurningarnar sem leitast verður við að svara í ritgerðinni.
    Í ritgerðinni verða sálma- og söngtextar sr. Friðriks bornir saman við hliðstæða texta í erlendu æskulýðsstarfi og þá ekki síst texta Danans sr. Olferts Ricard sem hafði mikil áhrif á líf og starf sr. Friðriks. Samanburðurinn leiðir í ljós að þessir textar eiga margt sameiginlegt og varpar hann um leið ljós á sérstöðu sr. Friðriks ásamt aðstæðum í íslensku samfélagi seint á 19. og fram á 20. öld. Hernaðarmyndmál setur sterkari svip á söngtexta sr. Friðriks en marga erlenda texta af sama tagi og verður leitað skýringa á því í ritgerðinni.

Samþykkt: 
  • 21.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13829


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokautgafa-BA-larahalla-jan2013.pdf276.67 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna