is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13833

Titill: 
  • Lögfræðingur, löggur og spæjari á laun: Um birtingarmynd kvenna í norrænum glæpasögum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Eftirfarandi ritsmíð fjallar um birtingarmynd kvenna sem aðalsöguhetja í norrænum glæpasögum og hlutskipti þeirra innan greinarinnar. Undanfarin ár hafa vinsældir íslensku glæpasögunnar aukist til muna hérlendis en jafnframt hefur kvenpersónum innan þeirra fjölgað, meðal annars aðalsöguhetjum. Hið sama hefur einnig átt sér stað í skandinavískum glæpasögum. Hér verður fjallað um kvenkyns aðalsöguhetju í íslenskum glæpasögum og hún borin saman við aðrar skandinavískar. Þær kvenpersónur sem verða í forgrunni eru lögfræðingurinn Þóra Guðmundsdóttir í bókum íslenska rithöfundarins Yrsu Sigurðardóttur (2005-2011), rithöfundurinn Erica Falck hjá hinni sænsku Camillu Läckberg (2003-2011) og lögreglufulltrúinn Hanne Wilhelmsen sem er hugarsmíð norska rithöfundarins Anne Holt (1996-2008).
    Við greiningu persóna verður stuðst við hugmyndir Cordeliu Fine og Judith Butler þess efnis að samfélagið móti konur og ýti undir kynhlutverk. Hugmyndir Fine birtast í bókinni Delusions of Gender (2010) en Butler í bókinni Gender Trouble (1990) sem og í greininni „Performative Acts and Gender Constitution: An Essay in Phenomenology and Feminist Theory (1988).“ Í bókinni The Woman Detective: Gender and Genre (1988) fjallar Kathleen G. Klein um hlutskipti kvenspæjarans innan greinarinnar og verður umfjöllun hennar notuð, sem og grein hennar „Habeas Corpus: Feminism and Detective Fiction (1995),“ svo sýna megi hvernig grafið hefur verið undan kvenspæjaranum í gegnum tíðina. Í upphafi ritgerðar verður fjallað lítillega um skandinavískar og aðrar samnorrænar glæpasögur og hefðina sem þær byggja á, breska og ameríska. Þá verður fjallað stuttlega um form glæpasagna, en einkum þau sem koma fyrir í sögunum sem hér eru í forgrunni, svo skoða megi hvort formið hafi áhrif á undirskipun kvenna innan greinarinnar. Þegar því er lokið verður litið til innkomu kvenna í greinina, sem höfundar og persónur, og hlutskiptis kvenpersóna áður fyrr. Þá verða aðalsöguhetjur hinna nýrri norrænu glæpasagna skoðaðar í ljósi staðalímynda og kynhlutverka og reynt að greina hvort hlutskipti þeirra hafi færst til betri vegar frá því sem áður var eða hvort enn megi rétta hlut þeirra.

Samþykkt: 
  • 21.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13833


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MÓS._BA_LOKA.pdf306.11 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna