is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13844

Titill: 
  • „Verstu tíðindi síðari tíma.“ Rannsóknarskýrsla Alþingis og umbreytingarferli eftir samfélagsáföll
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Hrunið á Íslandi haustið 2008 var samfélagsáfall sem hafði víðtækar afleiðingar. Mikil endurnýjun varð í stjórnmálum og opinberri stjórnsýslu eins og á Alþingi, í Fjármálaeftirlitinu og Seðlabankanum. Embætti og rannsóknarnefndir voru settar af stað til að fjalla um tjónið, eins og sérstakur saksóknari og rannsóknarnefnd Alþingis. Hér verða nokkur samfélagsáhrif rannsóknarskýrslunnar greind, einkum með tilliti til saksóknar, breytinga á löggjöf og starfshátta stofnana. Rannsóknin tekur mið af kenningum um stjórnmál minninga og umbreytingarferli eftir samfélagsáföll, enda má greina þau úrræði sem gripið hefur verið til, hér á landi til að bregaðst við efnahagshruninu í því samhengi. Hér verður rannsóknaskýrsla Alþingis skoðuð út frá fræðilegum hugmyndum um eðli og hlutverk sannleiksskýrslna. Spurt verður hvaða áhrif rannsóknarskýrslan hafði og lagt mat á hversu mikið hún á sammerkt með erlendum skýrslum. Sjónum verður beint að hlutverki slíkra skýrslna í aðgerðum sem gripið er til í því skyni að glíma við „fortíðarvanda“, eins og að koma á fót tímabundnum stofnunum, stuðla að lagabreytingum og stjórnsýsluumbótum og upplýsa um gerendur. Markmiðið með þessari aðferðafræðilegu nálgun er ekki að leggja efnahagsáfallið á Íslandi og stjórnmálakreppuna sem sigldi í kjölfarið að jöfnu við borgarastyrjaldir eða fall stjórnkerfa og/eða einræðisstjórna í öðrum ríkjum. Aðalatriðið er að beina sjónum að þeim pólitísku og réttarfarslegu úrræðum sem notuð hafa verið til að glíma við samfélagsáföll. Í þeim skilningi verða rök færð fyrir því að Ísland eigi margt sameiginlegt með öðrum ríkjum sem farið hafa í gegnum umbreytingarferli.

Samþykkt: 
  • 21.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13844


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaritgerd_annaheida.pdf636.73 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna