is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13853

Titill: 
  • Titill er á spænsku Virgen María o María Magdalena. ¿Existirán otras variantes de representación?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Efni meðfylgjandi ritgerðar sem unnin er til fullnustu B.A. gráðu í spænsku við Háskóla Íslands snýr að bókmenntum og þýðingum. Þýddir voru fjórir kaflar úr bókinni El desencanto (2001) eftir skáldkonuna Jacintu Escudos frá El Salvador í Mið-Ameríku. Í bókinni beinir höfundur sjónum sínum að stöðu og aðstæðum kvenna og í greiningu á texta verksins er spurt hvernig höfundur endurspeglar þessar aðstæður og hvort þær geri verið í takt við þann veruleika sem konur í El Salvador búa við enn þann dag í dag. Í fyrsta kafla er farið yfir sögu Rómönsku Ameríku og El Salvador, til að gefa sem skýrasta mynd af þeim áhrifavöldum sem mótuðu samfélagið. Í framhaldi er staða kvenna innan samfélagsins rakin með því að skoða sögu og þróun kvennasamtaka í El Salvador. Sjónum er enn fremur beint að staðalímyndum karla og kvenna í samfélaginu. Því nærst eru efnistök skáldverksins El desencanto greind og varpað ljósi á þau málefni sem hún fjallar um. Að lokum er niðurstöður ræddar með tilliti til rannsóknarspurningarinnar um hvernig bókin endurspegli samfélagslega stöðu kvenna í El Salvador.
    Helstu niðurstöður benda til að réttindabarátta kvenna í El Salvador á ennþá langt í land, gildismat og viðhorf samfélagsins hafa stjórnast í aldanna rás af hefðum feðraveldisins og gerir enn. Konur njóta minni réttinda innan samfélagsins og enn er litið svo á að staður kvenna sé innan veggja heimilisins þar sem þær sinna heimilisstörfum og sjá um uppeldi barna, á meðan eiginmaðurinn er fyrirvinna fjölskyldunnar. Við blasir í verki Escudos að kaþólska kirkjan á sér djúpar rætur í samfélaginu og er helsti áhrifavaldurinn þegar kemur að siðferði borgaranna. Tvöfalt siðferði er þrátt fyrir það ríkjandi þegar kemur að einkalífi karla og kvenna, þannig þykir það bera vott um karlmennsku að hafa mikla kynhvöt en aftur á móti er kynhvöt kvenna litin hornauga í samfélaginu. Niðurstaða greiningarinnar er sú að verk Jacintu Escudos, El desencanto, frá 2001,endurspeglar samfélagið og tekur á málefnum kvenna eins og heimilisofbeldi og þeirri ofuráherslu sem lögð er á móðurhlutverkið.

Samþykkt: 
  • 23.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13853


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sólrún Tómasdóttir-nytt.pdf533.96 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna