is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13855

Titill: 
  • Líkan sundrast. Stiklur um leikhússögu tuttugustu aldar
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ritgerðin „Líkani sundrað. Stiklur um leikhússögu tuttugustu aldar“ er fagurfræðilegt og sögulegt yfirlit yfir vestrænt leikhússtarf á tuttugustu öld. Hún tengist yfirlitsriti í
    leikhúsfræðum sem er í undirbúningi og gefa á innsýn í rannsóknir, kenningar og tækni í leiklist og leikhússtarfi sem þróast hafa á öldinni. Þar eiga að birtast í íslenskri þýðingu
    þekktar lykilgreinar sem gefa dæmi um hugmyndir og starf leikskálda, leikara, leikstjóra,leikmyndateiknara og leikhúsfræðinga víðsvegar að úr heiminum. Þeir ræða allar hliðar leikhússins: aðferðir leikarans, líkama hans og návist; áhorfandann og áhorfsleikarann;rýmið og myndina; leik götunnar og sviðsetningu lífsins; goðmögn og útópíur.
    Ritgerðin er bundin þessum ólíku höfundum og margvíslegum viðfangsefnum þeirra. Um þá flesta er fjallað með hliðsjón af ákveðnum tímaskeiðum. En stóratburðir aldar öfganna og menningarleg hvörf sem og ríkjandi menningarheimar hvers tíma ráða að mestu afmörkun í flokka. Tilraun er gerð til að byggja brýr milli einstakra höfunda oghugkvía, setja verk ólíkra manna í sögulegt og leikhúslegt samhengi, en jafnframt fylla og
    styrkja þá mynd sem þeir draga sjálfir upp af starfi sínu. Hugmyndin sem lögð er til grundvallar er að meginviðfangsefni leikhússfólks á tuttugustu öld hafi falist í tilraunum til
    að losa sig við leikhúslíkan borgarastéttarinnar sem var nær fullmótað í upphafi aldarinnar.

Athugasemdir: 
  • Ritgerðin er lokuð til ársins 2014
Samþykkt: 
  • 23.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13855


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA_ritgerd_Líkani sundrað_María_Kristjánsdóttir_lok.pdf350.88 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna