is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13865

Titill: 
  • Skipun ráðsmanns skv. IV. kafla lögræðislaga nr. 71/1997
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar ritgerðar er að kanna nýtingu á ráðsmannsúrræðinu sem var lögfest hér á landi árið 1998 með gildistöku lögræðislaga nr. 71/1997. Einkum verður horft til þess hvað einkennir þann þjóðfélagshóp sem úrræðið þjónar, hvaða eignir ráðsmanni eru faldar til umsjónar og hverjir eru skipaðir til að gegna störfum ráðsmanns. Ennfremur verður gerð grein fyrir uppbyggingu úrræðisins í þremur af Norðurlöndunum fimm; Danmörku, Svíþjóð og Noregi, með það fyrir augum að kanna hvort hlutverk, tilgangur og uppbygging hins íslenska úrræðis eigi sér þar hliðstæðu. Loks er leitast við að svara því hvort ráðsmannsúrræðið hafi skilað tilætluðum árangri og hvort víkka megi heimild úrræðisins til þess að fleiri eigi þess kost að nýta sér það.
    Til að varpa ljósi á nýtingu ráðsmannsúrræðisins var gerð úttekt á málum um skipun ráðsmanns hjá þremur stærstu sýslumannsembættum landsins, auk þess sem íslensk lögskýringargögn og önnur opinber gögn og skýrslur voru höfð til hliðsjónar. Þá var löggjöf Norðurlandanna könnuð til samanburðar, auk þess sem horft var til skrifa norrænna fræðimanna. Loks var framkvæmd eigindleg rannsókn í formi viðtals við deildarstjóra sifja- og skiptadeildar sýslumannsins í Reykjavík.
    Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru að einstaklingar, jafnt konur sem karlar, á miðjum aldri eða eldri nýta sér ráðsmannsúrræðið. Annar hver einstaklingur sem nýtir sér úrræðið þjáist af geð- og atferlisröskun, auk þess sem nokkuð er um að ráðsmaður sé skipaður þegar einstaklingur, sem ekki gengur heill til skógar, fær óheftan aðgang að erfðafé. Þegar litið er til þess hverjir veljast til starfa sem ráðsmenn lítur út fyrir að það séu yfirleitt karlmenn sem tengjast skjólstæðingi sínum fjölskylduböndum.
    Á heildina litið svipar skipulagi hins íslenska ráðsmannsúrræðis um margt til þeirra úrræða sem við lýði eru í nágrannalöndum okkar, þó það eigi sér ekki beina hliðstæðu. Má segja að grundvallarmunurinn felist í að umsóknarferlið er nokkuð ólíkt því sem gerist hér á landi, auk þess sem vægari skilyrði eru sett fyrir skipun ráðsmanns. Ennfremur er starfssvið ráðsmanna hér á landi mun víðfeðmara en í nágrannaríkjum okkar.
    Að lokum er vert að taka fram að um ráðsmannsúrræðið gildir bæði þröngt og takmarkandi skilyrði sem kemur í veg fyrir að það nýtist eins og best væri á kosið. Skilyrði þetta gerir það að verkum að úrræðið gagnast að takmörkuðu leyti þeim sem stríða við minnisglöp (Alzheimer sjúkdóm) eða aðra sjúkdóma sem leiða til heilabilunar. Til þess að úrræðið nái tilgangi sínum að fullu er því nauðsynlegt að rýmka gildissvið þess.

  • Útdráttur er á ensku

    The purpose of this thesis is to examine the use of the assistant resource, which was enacted in Iceland in 1998, when the Legal Majority Law No. 71 of 1997 came into force. The thesis will examine the characteristics of the social group served by the resource, the responsibilities of the assistant, and profiles of those who are appointed to work as assistants. Furthermore, the role, purpose and structure of the Icelandic solution will be compared to similar resources in Denmark, Sweden and Norway, and the systems in these three countries will be explained. Finally, this thesis will analyze whether the assistant resource has been successful and whether it is advisable to expand its scope in order to give more people an opportunity to use it.
    The use of the assistant resource has been documented in a study that examined the appointment of an assistant at the three largest offices of the District Magistrate in Iceland as well as explanatory and other official reports. This study also compared Icelandic legislation to the legislation in Denmark, Sweden, and Norway and closely considered relevant sources of Scandinavia. Finally, a qualitative analysis was undertaken through interviews of the department of relations and administration at the District Magistrate in Reykjavík.
    The results of this study proved that this resource is used by men and women of middle age and older. Half of those who use the resources suffer from mental or behavioral disorders; in addition, it is relatively common that the resource is used to help individuals who need help in managing inheritance money. Most assistants are male relatives of those who need the resource.
    The organization of the Icelandic assistant resource is on the most part comparable to the resources in our neighboring countries, although it has no direct parallel. The fundamental differences are that in the other countries considered, the application process is quite different from Iceland’s and the requirements for appointment of an assistant are more lenient. Furthermore, in Iceland, the scope of the work assistants do is more extensive than in our neighboring countries.
    Finally, it is worth mentioning that the ways in which the resource can be used are very narrow and limiting, which prevents optimum exploitation of the resource. This is why the resource is only of limited use to those who suffer from Alzheimer’s or other forms of dementia. In order to achieve the purpose of the resource it is necessary to expand its scope.

Samþykkt: 
  • 28.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13865


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skipun ráðsmanns skv. IV. kafla lögræðislaga nr. 71:1997.pdf2.32 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna