is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13867

Titill: 
  • Eigin hlutir félaga og fjárhagsleg aðstoð
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður fjallað um reglur hlutafélagalaga um eigin hluti og lánveitingar til hlutafjárkaupa. Reglur um kaup félaga á eigin hlutum hafa fyrst og fremst haft vernd kröfuhafa að leiðarljósi. Í kjölfar stjórnháttaumræðunnar hafa reglur annarra ríkja í æ ríkara mæli tekið mið af öðrum sjónarmiðum svo sem nauðsynlegs sveigjanleika í fjármögnun félaga rutt sér til rúms. Einnig hafa reglur sambærilegar íslensku reglunum sem hafa vernd kröfuhafa sem þungamiðju sætt mikilli gagnrýni þar sem þær þjóna ekki þeim markmiðum sem stefnt er að.
    Í kjölfar fjármálakreppunnar hafa kaup félaga á eigin hlutum í aðdraganda hennar og lánveitingar til kaupa á eigin hlutum sætt mikilli gagnrýni og eru vísbendingar um að víða hafi pottur verði brotinn í þeim málum. Það er því mikilvægt að taka þessar reglur til ítarlegrar endurskoðunar með því markmiði að gera þær þannig úr garði að þær veiti þá vernd sem þeim er ætlað en bjóði félögum jafnframt upp á þann sveigjanleika sem nauðsynlegur er í nútíma, alþjóðlegu viðskiptaumhverfi.
    Tilgangur ritgerðarinnar er að fá yfirsýn yfir reglurnar í lögum nr. 2/1995 um hlutafélög og nr. 138/1994 um einkahlutafélög. Kannað verður hvort þær séu til þess fallnar að ná tilgangi sínum og jafnframt hvort þær uppfylli kröfur um sveigjanleika í fjármögnun sem sífellt vaxandi krafa er um af helstu sérfræðingum á sviði félagaréttar.
    Meginniðurstaðan er sú að reglurnar hafa ekki náð að þjóna tilgangi sínum. Markmiði um vernd kröfuhafa verði betur náð með öðrum leiðum svo sem reikningsskilareglum, mati á greiðslufærni félaga og ábyrgð stjórnenda. Þá sé nauðsynlegt að auka sveigjanleika í fjármögnun til að viðhalda samkeppnisfærni félaga í ljósi þróunar í öðrum löndum og þeirra möguleika sem breytingar á reglum EES bjóða upp á.

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis will discuss the rules governing own shares and financial assistance in Icelandic company law. The rules mainly emphasize the protection of creditors. Following the corporate governance debate the rules of other countries have increasingly taken into account other perspectives, such as the necessity for flexibility in corporate financing. Rules similar to the Icelandic rules, which primarily focus on creditor protection, have been widely criticized for not achieving they’re goals.
    After the collapse in the Icelandic economy in the fall of 2008, companies acquisition of own shares and financial assistance given by them in the antecedents of the collapse have been harshly criticized and there are indications of some abuse. It is therefore important to review those rules with the aim of extending the protection to which they were designed for but also offer companies the flexibility necessary in modern, global business.
    The aim of this thesis is to get an overview of the rules on own shares and financial assistance in law nr. 2/1995 um hlutafélög (public limited companies) and nr. 138/1994 um einkahlutafélög (private limited companies). It will investigate whether they are likely to achieve its objectives, as well as whether they meet the requirements for flexibility in funding which is an ever-growing demand by leading experts in the field of company law.
    The main conclusion is that the rules have not been able to serve its purpose. The aim to protect creditors will be better achieved by other means such as accounting, solvency tests and management responsibilities. Then it is necessary to increase the flexibility of funding to maintain the competitiveness of companies in the light of developments in other countries and which the change in EEA company law offers.

Samþykkt: 
  • 28.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13867


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Eigin hlutir.pdf776.84 kBLokaður til...06.12.2090HeildartextiPDF