is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13872

Titill: 
  • Myndlistamenntun og sjónmenning í framhaldsskólum : sýn nemandans
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessa verkefnis var að varpa ljósi á upplifun nemenda sem eru í myndlistanámi á listnámsbrautum í framhaldsskóla og veita upplýsingar um hvað þeir hafa lært. Rannsóknin beindist þannig að sýn nemenda, í þremur íslenskum og sænskum framhaldsskólum og rannsóknarspurningin var: Hver er upplifun nemenda af námi á listnámsbraut framhaldsskóla og hvað hafa þeir lært? Upplifa nemendur að tekist sé á við sjónmenningarlegt umhverfi samfélagsins í myndlistakennslunni?
    Rannsóknin var eigindleg og fyrirbærafræðileg og rannsóknargögn voru tvennskonar; viðtöl og myndræn gögn. Tekin voru viðtöl við sex nemendur í hvoru landi og allir nemendur, eitthundrað og fimm, sem voru viðstaddir í kennslustundunum, völdu myndir og svöruðu spurningum um þær. Með tvennskonar rannsóknargögnum, viðtölum og sjónrænum gögnum, var fyrirbærið skoðað frá tveimur sjónarhornum.
    Rannsóknin var framkvæmd í Svíþjóð á vormánuðum 2011 og á Íslandi á haustmánuðum 2011. Í Svíþjóð fékk rannsakandi aðstöðu við framkvæmd rannsóknarinnar við myndfræðadeild (bildpedagokiska institutet) Konstfack listaháskólans í Stokkhólmi, sem greiddi mjög fyrir framkvæmd sænsks hluta rannsóknarinnar.
    Í viðtölunum kom fram að íslensku nemendunum fannstof lítið um samtöl um námsefnið og að kennarinn væri of oft í leiðtogahlutverki. Gagnrýndu þeir að byrjunaráfangar á listnámsbrautum væru of mikil endurtekning á því sem þeir voru þegar búnir að læra. Þessi gagnrýni kom ekki fram hjá sænsku nemendunum, hinsvegar gagnrýndu þeir of mikla áherslu á ljósmyndir og bókleg fög, en of lítinn tíma fyrirverklega listkennslu. Þar sem minni áhersla var á ljósmyndun í sænskum skóla kom hinsvegar framgagnrýni á það. Í báðum löndum höfðu nemendur orð á því að þeir lærðu mikið í teikningu.
    Meginniðurstöður sýndu að íslenskir nemendur völdu fleiri listmyndir en þeir sænsku, sem völdu fjölbreyttari myndflóru, fáar listmyndir en margar götu- og afþreyingarmyndir. Allnokkur munur var á milli landa á hæfni nemenda ímyndlæsi; sænskir nemendur greindu boðskap myndanna betur og áttu auðveldar með að tjáskoðanir sínar um þær en þeir íslensku.

Samþykkt: 
  • 28.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13872


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ritgerdin-loka-gar.pdf3.08 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna