is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13874

Titill: 
  • Friðartáknið, kona. Samanburður á All Quiet on the Western Front eftir Erich Maria Remarque og The Wars eftir Timothy Findley
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verða skáldsögurnar All Quiet on the Western Front eftir Erich Maria Remarque og The Wars eftir Timothy Findley skoðaðar út frá kenningum kynjafræði varðandi tákngervingu konunnar.
    Skáldsögur Remarque og Findley eru báðar skrifaðar sem minningar hermanna úr fyrri heimsstyrjöld. Í þeim birtast hugmyndir um baráttu mannsins fyrir móðurlandi sínu og skyldu hans sem þegns. Þar má sjá hlutverk kynjanna á skýran og afmarkaðan hátt, karlmennirnir berjast og konurnar eru heima við og halda uppi táknrænni ímynd þjóðarinnar.
    Þær skáldsögur Remarque og Findley sem hér eru til umfjöllunar hvarfast um fyrri heimsstyrjöld en þáttur kvenna innan þeirra ekki stór. Hins vegar má greina kvenlega nærveru í sögunni með tengingu konunnar við hið dulræna. Slíka nærveru má greina í tilfinningalífi hermannanna og birtingarmyndum náttúrunnar.
    Konan sem táknræn nærvera tengist hugmyndum kynjafræðinga um tákngervingu konunnar sem og hlutverk hennar innan þjóðernishyggju.
    Hér verður þáttur móður hermannsins tekinn til umfjöllunar út frá þeirri hugmynd að nærvera hennar sé greinanleg í gegnum söguna þrátt fyrir lítið hlutverk í söguþræði. Í þessu eru bækur Remarque og Findley ólíkar því hin síðarnefnda gefur móðurinni mun meira vægi en sú fyrri. Þátt móðurinnar má sjá sem tengingu við þá táknrænu ímynd sem konur höfðu á tímum fyrri heimsstyrjaldar og hvernig hún styrktist frekar á meðan á styrjöldinni stóð.

Samþykkt: 
  • 28.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13874


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Friðartáknið, kona.pdf1.21 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna