is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13877

Titill: 
  • Viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir og innleiðing í íslenskan rétt. Samræmist upptaka viðskiptakerfis með losunarheimildir 2. gr. stjórnarskrárinnar?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Íslenska ríkið hefur gengist undir ákveðnar skuldbindingar með aðild sinni að loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna og til þess að uppfylla þau skilyrði sem fram koma í Kýótó-bókuninni við samninginn hefur ríkið gerst þátttakandi í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir gróðurhúsalofttegunda. Viðskiptakerfið var stofnað árið 2003 en því hefur síðar verið breytt. Í ritgerð þessari er fjallað um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir og þeirri spurningu svarað hvort innleiðing kerfisins í íslenskan rétt hafi farið út fyrir þau mörk sem 2. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands setur um framsal ríkisvalds. Ísland, sem kemur að viðskiptakerfinu í gegnum EES-samninginn, byggir réttarkerfi sitt á tvíeðliskenningunni og þarf því að taka EES-gerðir upp í íslenskan rétt til þess að þær öðlist gildi hér á landi. EES-samningurinn er byggður á svokölluðu tveggja stoða kerfi þar sem önnur stoðin samanstendur af stofnunum ESB en hin af stofnunum EFTA. Á milli þessara tveggja stoða er ákveðin samvinna og var í upphafi gengið út frá þeirri hugmynd að stoðirnar stæðu jöfnum fótum. Reynslan hefur þó sýnt að ESB stoðin hefur verið áhrifameiri þegar kemur að ákvarðanatöku og fer framkvæmdastjórn ESB þar með mesta ákvörðunarvaldið. Eftirlitsstofnun EFTA hefur þó ákvörðunarvald sem er að einhverju marki sambærilegt valdi framkvæmdastjórnarinnar. Sameiginlega EES-nefndin sameinar stoðirnar tvær en nefndin tekur ákvörðun um upptöku gerða í EES-samninginn. Í þessari samantekt er fjallað um þær tilskipanir viðskiptakerfisins sem teknar hafa verið upp í íslenskan rétt og þau álitamál sem hafa vaknað við það tilefni. Samkvæmt reglugerð nr. 1193/2011/ESB var framkvæmdastjórninni fengið ákvarðanavald sem ekki samræmdist 2. gr. stjórnarskrárinnar. Nú liggur fyrir samkomulag þess efnis að Eftirlitsstofnun EFTA taki yfir þær heimildir sem framkvæmdastjórninni var fengið með tilskipuninni og ekki standast stjórnarskrá. Framsal ríkisvalds til alþjóðastofnunar, sem Eftirlitsstofnun EFTA vissulega er, er þó heimilt upp að vissu marki en munurinn á framsali framkvæmdarvalds, til EFTA annars vegar og ESB hins vegar, felst í því að Ísland er aðildarríki EFTA og kemur því með beinum hætti að stofnunni.

  • Útdráttur er á ensku

    Following its integration into the United Nations Framework Convention on Climate Change, the sovereign state of Iceland has consented to various commitments. Furthermore, in order to fulfil the requirements of the Kyoto Protocol, Iceland has become a participant in the EUs Emission Trading Scheme (ETS). The ETS was introduced in 2003 but has since then been altered. The following thesis deals with the EUs scheme for greenhouse gas emission allowance trading, as well as an answer to the question of whether its initiation into Icelandic legislation has surpassed the boundaries which article 2 of the Icelandic Republics constitution has set on the transfer of governmental power. Iceland, whose admission into the ETS is via the EEA Contract, bases its legal system on the dualist principle and must therefore inaugurate EEA- acts in Icelandic legislation in order for them to apply. The EEA contract is founded on a two-pillar structure where one pillar consists of EU institutions and the other of EFTA institutions. The two pillars are bound in cooperation to one another in which was originally intended to be an equal partnership. On the other hand, experience has revealed that the EU pillar has had a greater influence in terms of decision making where the European Commission holds most sway. However, the EFTA Surveillance Authority (ESA) has somewhat the decisiveness equivalent to that of the Commissions authority. The EEA Joint Committee unites the two pillars as it makes final decisions on the incorporation of legislation into the EEA Contract. This summary deals with the ETSs directives which have been incorporated into Icelandic legislation and the issues which have been voiced as a result. According to regulation no. 1193/2011/EC, the European Commission had received power of decision which did not coordinate with article 2 of the Constitution. The matter is currently being resolved with a settlement where the European Commissions power, received through regulation contradicting the Constitution, is succeeded by ESA. The assignment of governmental power to an international institution, which ESA happens to be, is permitted to a certain extent, the difference being that Iceland is a member state of EFTA and is thus directly allied to it.

Samþykkt: 
  • 29.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13877


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ML_ritgerð_Jódís_Skúladóttir_2012.pdf932.88 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna