is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13878

Titill: 
  • Svigrúm ríkja til áhrifa innan einkavæddra raforkuframleiðslufyrirtækja
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar ritgerðar er að komast að niðurstöðu um það hvaða svigrúm íslenska ríkið hefur til áhrifa innan einkavæddra raforkuframleiðslufyrirtækja samkvæmt EES-samningnum.
    Í því sambandi er vikið að skilgreiningu á hugtakinu Golden shares en það er eins konar yfirheiti yfir sérstök réttindi sem ríki hafa tryggt sér til áhrifa innan einkavæddra fyrirtækja. Þá er vikið að þeim dómum Evrópusambandsins þar sem reynt hefur á sérstök réttindi ríkja innan einkavæddra fyrirtækja, réttindin tekin saman og flokkuð, og því lýst nokkuð nákvæmlega hvernig aðferðafræði Evrópudómstólsins hefur verið í því að komast að niðurstöðu um það hvort réttindin geti talist samræmanleg meginreglum TFEU um frjálst flæði fjármagns og stofnsetningarréttinn.
    Einnig er vikið að því hvort EES-samningurinn eða þær tilskipanir sem teknar hafa verið upp í hann og varða orkumál geri kröfu um það hvernig eignarhaldi yfir raforkuframleiðslufyrirtækjum skuli háttað. Engin krafa er gerð til þess hvernig eignarhaldi yfir slíkum fyrirtækjum skuli vera háttað en í ljósi þess hvernig eignarhaldinu er raunverulega háttað hér á Íslandi þurfti að ganga úr skugga um það hvort íslensk lagaákvæði kvæðu með skýrum hætti á um það hvernig eignarhaldi yfir raforkuframleiðslufyrirtækjum skuli háttað. Komist var að niðurstöðu um það að íslensk lagaákvæði standa ekki í vegi fyrir því að raforkuframleiðslufyrirtæki í eigu ríkisins verði einkavædd en við einkavæðingu þeirra þarf að undanskilja orkuauðlindir í þeirra eigu og tryggja áframhaldandi opinbert eignarhald yfir þeim.
    Að lokum eru dregnar saman helstu niðurstöður ritgerðarinnar en svigrúm íslenska ríkisins til áhrifa í formi sérstakra réttinda innan einkavæddra raforkuframleiðslufyrirtækja takmarkast af því að réttindin verða að vera til þess fallin að tryggj nægjanlegt framboð raforku á Íslandi.

Samþykkt: 
  • 29.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13878


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ML_ritgerd_Sigurbjorn_Ingimundarson.pdf734.13 kBLokaður til...31.12.2050HeildartextiPDF