is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13887

Titill: 
  • Heildstæður stuðningur við jákvæða hegðun: Áhrif íhlutunar í 4.-7.bekk í þremur grunnskólum vor 2012
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Heildstæður stuðningur við jákvæða hegðun (School Wide Positive Behavior Support, SWPBS) er hegðunarstjórnunarkerfi sem notað er í grunnskólum til að koma á jákvæðu andrúmslofti og aga í skólum. Upphaflega var PBS notað fyrir börn með þroskaraskanir en varð seinna meir úrræði fyrir allann skólann. Heildstæður stuðningur við jákvæða hegðun er árangursprófað og byggir á því að stuðla að jákvæðu umhverfi í skóla með því draga úr óæskilegri hegðun, bæta samskipti nemenda og starfsfólks og auka almenna vellíðan innan skólans. Flestir skólar sem hafa innleitt PBS hafa sýnt fram á minnkun á óæskilegri hegðun og aukið eftirlit starfsmanna. Niðurstöðurnar sem hér birtast eru hluti af langtímarannsókn á árangri á Heildstæðum stuðningi við jákvæða hegðun í þrem grunnskólum í Reykjanesbæ. Markmið rannsóknar er að athuga hvort Heildstæður stuðningur við jákvæða hegðun sé að skila tilætluðum árangri í hegðurnarstjórnun nemenda. Alls tóku 634 þátt í rannsókninni þar með talið starfsmenn og nemendur. Við framkvæmd rannsóknarinnar var notast við beinar áhorfsmælingar vorið 2012 á þriðja framkvæmdarári. Innleiðing Heildstæðs stuðnings hefur dregið úr óæsklegri hegðun og aukið virkt eftirlit starfsmanna. Niðurstöður eru svipaðar rannsóknum sem gerðar voru á árangri Heildstæðs stuðnings við jákvæða hegðun í 4.-7. bekk vorið 2010 og 2011.

Samþykkt: 
  • 30.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13887


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Heildstæður stuðningur við jákvæða hegðun.pdf1.54 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna