is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13897

Titill: 
  • Framkvæmd gjaldþrotaskipta lögaðila á Íslandi árið 2012
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í verkefninu er rannsakað hvort viðskiptafræðiþekkingu skorti við framkvæmd gjaldþrotaskipta á Íslandi.
    Gagnasöfnun fór fram með greiningu á auglýsingum í Lögbirtingablaðinu og viðtölum þar sem staðlaðar spurningar voru lagðar fyrir viðmælendur sem flokkaðir voru í 5 hópa: a) skiptastjóra, b) fulltrúa kröfuhafa, sem koma að mörgum skiptum, c) fulltrúa frá lögfræðideild stóru endurskoðunarfyrirtækjanna, d) fulltrúa frá héraðsdómstólunum og e) fulltrúa frá tveimur samtökum atvinnulífsins og eins endurskoðunarfyrirtækis. Alls var lokið við 702 gjaldþrotaskipti á fyrstu sex mánuðum ársins 2012. Af þeim voru 24 rannsökuð í þessu verkefni.
    Það er markmið verkefnisins að niðurstöðurnar varpi ljósi á hvernig framkvæmd gjaldþrotaskipta er almennt, hvort sú framkvæmd sé í samræmi við markmið laganna og hvort viðskiptafræðiþekkingu skorti við framkvæmdina.
    Niðurstaðan af þessari rannsókn er stuttu máli sú að þrátt fyrir að skiptastjórar sinni starfi sínu af þekkingu og samviskusemi og að framkvæmd gjaldþrotaskipta kosti yfir hálfan milljarð króna árlega, eru ráðstafanir fyrrum fyrirsvarsmanna gjaldþrota félaga ekki rannsakaðar og bókhald félaga oftast ekki skoðað af skiptastjórum. Helstu ástæður þess eru skortur á fjármagni og að of langur tími líður frá greiðsluþroti til gjaldþrots. Afleiðingar þess eru m.a. að viðskiptafræðiþekking er ekki nýtt í gjaldþrotaskiptum nema í undantekningatilvikum.

Samþykkt: 
  • 31.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13897


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Jón Ellert Lárusson - meistararitgerð.pdf1.35 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna