is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13907

Titill: 
  • Þýðing og forprófun á Muscle Appearance Satisfaction Scale (MASS)
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að þýða og kanna próffræðilega eiginleika íslenskrar útgáfu á matskvarðanum Muscle Apperance Satisfaction Scale (MASS) á vöðvaskynjunarröskun (muscle dysmorphia). Þátttakendur voru 104 karlmenn er stunda lyftingar á aldrinum 18 til 54 ára. Áreiðanleiki, þáttabygging og réttmæti MASS matskvarðans var könnuð. Einnig voru tengsl hans við bakgrunnsbreytur kannaðar. Niðurstöður rannsóknarinnar gáfu til kynna að próffræðilegum eiginleikum MASS matskvarðans sé nokkuð ábótavant, en ekki fengust sömu þættir og í fyrri rannsóknum.. Áreiðanleiki var viðunandi (alfa = 0,87) og réttmæti listans reyndist ásættanlegt, en það var athugað með því að athuga fylgni við lífsgæðakvarðann (SWLS) og Obsessive Compulsive Inventory – Revised (OCI-R). Mikilvægt er að rannsaka íslenska MASS matskvarðann enn frekar. Niðurstöður gáfu auk þess til kynna að skoða þarf sumar spurningar nánar og því þykir mikilvægt að bæta íslensku þýðinguna þar sem við á.

Samþykkt: 
  • 31.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13907


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaeintak1.pdf654.57 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna