is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13913

Titill: 
  • Hermun hjartsláttar, öndunar og hita með þreifistaf og hitaþreifitæki
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari rannsókn var búið til forrit fyrir þreifistaf til hermunar lífsmarka manns. Forritið hermdi hjartslátt og öndun sem hægt var að finna með þreifistaf. Einnig var búið til hitaþreifitæki ásamt forriti til að finna hita á sama hitabili og húðhiti manns. Með því að tengja slíkan þreifibúnað við þjálfunarhugbúnað, til dæmis í sýndarveruleika, sem leyfir viðbragðsaðilum að þjálfa stjórnun viðbragða við stórslysum mætti gera upplifun á aðstæðum raunverulegri og þjálfa um leið þreifingu á lífsmörkum. Til að kanna hentugleika, nákvæmni og raunveruleika búnaðarins voru fengnir tíu þátttakendur til að leysa verkefni, átta hjúkrunarfræðinemar og tveir hjúkrunarfræðingar. Niðurstöður sýndu að hægt er að nota þreifibúnað til að meta lífsmörk. Vel gekk að meta lífsmörk með því að þreifa eftir hjartslætti og öndun með þreifistaf, en verr gekk að meta hita með hitaþreifitæki. Þátttakendum fannst erfitt að meta hita með þreifingu eingöngu. Rannsóknin sýndi að nokkuð raunverulegt var að nota þreifibúnað til að meta lífsmörk. Hjartsláttur þótti mjög raunverulegur. Það sem þótti helst draga úr raunveruleika hans var að halda þurfti utan um penna í stað þess að þreifa með vísifingri og löngutöng. Öndun þótti frekar raunveruleg, en það sem þótti helst draga úr raunveruleika hennar var að haldið var utan um penna í stað þess að leggja lófa á sléttann flöt. Þreifing á hita þótti frekar óraunveruleg þar sem þreififlöturinn þótti of lítill og of harður. Vel gekk að nota þreifibúnað til að flokka eftir bráðaflokkun fullorðinna ef hjartsláttardæmin og öndunardæmin voru ekki of nálægt mörkum flokka.

  • Útdráttur er á ensku

    In this research we built software for a haptic device simulating human vital signs.
    The software simulated heartbeat and breath which could be felt with the haptic device.
    Another device (resistor) with software was constructed to sense heat at the same scale as human skin temperature. By connecting such haptic device with training software, for example virtual environment, that allows first responders to train management responses to disasters could make the experience of actual situations more realistic while training palpation of vital signs at the same time. To check the suitability, accuracy and reality of the equipment we had ten participants testing the equipment by solving problems, the participants were eight nurse students and two nurses. Results show that it is possible to use haptic device to assess vital signs. Assess of vital signs was successful when sensing heartbeat and breath with haptic device but it was difficult to evaluate temperature with the resistor. Participants found it difficult to estimate the temperature by palpation only. It was fairly realistic to use haptic device to assess vital signs. Heartbeat was very real. What was the main drawback from the reality was holding the pen in the palm but not with forefinger and middle finger. Breath was pretty realistic, but what was the main drawback from the reality was holding the pen in the palm instead of placing the hand on a flat surface. Sensing temperature was rather unreal since the sensing area was too small and too hard. Haptic device was successfully used to categories by acute-classification of adults if the heartbeat examples and breath examples were not too close to the boundaries of the classification.

Athugasemdir: 
  • Geisladiskur með kóða fylgir prentaða eintaki ritgerðarinnar sem geymt er í Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni
Samþykkt: 
  • 1.2.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13913


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS_ritgerd_elsameinarsdottir.pdf966.17 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna