is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13914

Titill: 
  • Samband áfengisfíknar og þunglyndis
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari rannsókn var skoðað sambandið á milli áfengisfíknar og þunglyndis hjá einstaklingum sem tóku þátt í viðamikilli rannsókn á erfðum fíknisjúkdóma á vegum SÁÁ og Íslenskrar Erfðagreiningar. Fyrri rannsóknir hafa sýnt fram á að stór hluti þeirra sem eru eða hafa verið í vímuefnameðferð eru með samslátt á milli þessara tveggja sjúkdóma. Mikilvægt er að skoða þennan samslátt þar sem báðir sjúkdómarnir hafa gífurleg áhrif á sjúkdómsbyrði í heiminum og einnig hafa þeir víðtæk áhrif á atvinnu, fjölskyldu, félagslíf og leiða til verri lífsgæða. Þátttakendur voru 940 talsins, þar af voru 674 karlar og 266 konur. Allir þátttakendur voru greindir með áfengisfíkn og höfðu verið í meðferð á Vogi. Lagt var fyrir þá SSAGA-II geðgreiningarviðtal. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að 43,2% þátttakandanna greindust með þunglyndi, hlutfallslega fleiri konur (56%) en karlar (38%) reyndust þunglyndar og eru þessar niðurstöður í samræmi við aðrar rannsóknir. Af þeim sem voru með samslátt á milli sjúkdómanna voru 67,5% sem greindust fyrst með áfengisfíkn áður en þeir greindust með þunglyndi, en sú niðurstaða var í samræmi við tilgátu rannsóknarinnar. Meiri hluti karla greindist fyrst með áfengisfíkn og síðar með þunglyndi en konur voru jafn líklegar til að greinast fyrst með áfengisfíkn eins og að greinast fyrst með þunglyndi. Niðurstöður leiddu einnig í ljós að þunglyndir greindust að meðaltali einu ári fyrr með áfengisfíkn heldur en þeir sem ekki voru þunglyndir. Þeir þátttakendur sem ekki voru þunglyndir fóru frekar á drykkjutúra heldur en þeir sem voru þunglyndir. Þessar niðurstöður voru ekki í samræmi við tilgátu rannsóknarinnar þar sem talið var að þeir sem væru með þunglyndi færu frekar á drykkjutúra heldur en þeir sem væru ekki þunglyndir. Í ljósi niðurstaðna er mikilvægt að rannsóknir á samslætti sjúkdómanna haldi áfram þar sem einstaklingar með bæði áfengisfíkn og þunglyndi eiga í meiri erfiðleikum með að ná bata á sjúkdómunum og auknar líkur eru á bakslagi, heldur en þeir sem aðeins eru með annan hvorn sjúkdóminn. Með frekari rannsóknum er hægt að skilja betur þá þætti sem orsaka og viðhalda samslátt sjúkdómanna. Í framhaldi væri vonandi unnt að beita niðurstöðunum til að þróa nýjar og betri meðferð fyrir þá sem þjást af báðum sjúkdómunum.

Samþykkt: 
  • 1.2.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13914


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-ritgerð PDF.pdf489.83 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna