is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13931

Titill: 
  • Þekking almennings á Alzheimer sjúkdómnum og viðhorf til öldrunar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Erlendar rannsóknir hafa sýnt að þeir sem hafa neikvæðara viðhorf til öldrunar eru ólíklegri til að leita sér læknisaðstoðar við kvillum sem þeir telja aldurstengda. Það er því mikilvægt að fólk geri greinarmun á eðlilegum og óeðlilegum fylgifiskum öldrunar. Hluti af því er að hafa þekkingu á Alzheimers sjúkdómnum, sem er nokkuð algengur sjúkdómur meðal aldraðra. Með slíkri þekkingu er mögulegt að greina sjúkdóminn fyrr, sem getur skipt máli í meðferð. Í þessari rannsókn var þekking almennings á Alzheimer sjúkdómnum könnuð með Alzheimer‘s Disease Knowledge Scale (ADKS) spurningalistanum og viðhorf til öldrunar var metið með 12 atriða Expectations Regarding Aging (ERA-12). Þátttakendur voru 366 konur og karlar á aldrinum 18-70. Þau svöruðu að meðaltali 20,1 spurningu af 30 rétt (67%) á ADKS og mældust að meðaltali með heldur jákvætt viðhorf til öldrunar, eða með 57,8 af 100 á ERA-12. Ekkert samband fannst milli skora á listunum tveimur, sem bendir til þess að lítil eða engin tengsl séu milli viðhorfa fólks til öldrunar og þekkingu þeirra á Alzheimer sjúkdómnum. Niðurstöður úr báðum spurningalistum voru sambærilegar niðurstöðum úr öðrum rannsóknum frá hinum vestræna heim.

Samþykkt: 
  • 4.2.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13931


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
bs.ritgerðfeb2013lokaútgáfa.pdf419.25 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna