is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Rafræn tímarit >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13933

Titill: 
  • Ruslakista eða raunhæf menntun? : viðhorf skólastjórnenda og kennara til lífsleikni í grunnskólum
Útgáfa: 
  • Desember 2010
Útdráttur: 
  • Í greininni er sagt frá niðurstöðum rannsóknar sem gerð var vorið 2008 á kennslu og viðhorfum skólastjórnenda og kennara til lífsleikni í grunnskólum. Skólastjórarnir voru 20 að tölu og kennararnir 41 og störfuðu þeir við 61 grunnskóla. Við söfnun gagna og úrvinnslu þeirra var bæði eigindleg og megindleg aðferð notuð. Gagnaöflun fór fram með símaviðtölum þar sem notast var við spurningalista og hálfopin viðtöl. Niðurstöður benda til þess að lífsleikni sé kennd að lágmarki eina stund í viku í hverjum árgangi í allflestum skólum og að talsverð breidd sé í vali og notkun námsefnis þótt ákveðið efni virðist algengast. Svo virðist sem minnihluti skóla geri lífsleikniáætlun eins og mælst er til í aðalnámskrá. Í rannsókninni kemur fram góð vísbending um að slík áætlun stuðli að markvissri kennslu greinarinnar. Þá sýna niðurstöður ótvírætt að viðhorf kennara og skólastjórnenda til lífsleikni eru mjög jákvæð og að almenn sátt ríkir meðal þeirra um áherslur greinarinnar eins og þær birtast í aðalnámskrá.

  • Útdráttur er á ensku

    This article presents conclusions of a research study that was conducted in the spring of 2008 on the teaching of the subject life skills and views towards it in Icelandic compulsory schools. Both quantitative and qualitative methods were used and data collection was made by telephone interviews and semi-structured interviews. Results, that are based on answers from head teachers or teachers from 61 compulsory school, indicate that the subject life skills is taught at least one lesson per week in each grade level in most of the schools and that a rather broad variety of teaching and learning materials are used even though certain titles seem to be more common. It also seems to be the case, that only a minority of the schools has generated a plan for the teaching of life skills as recommended in the National Curriculum. But a strong indication could be found in this study that such a plan would promote effective teaching of the subject. The results also show that teachers’ and headmasters’ views concerning life skills are very positive and that there is a general consensus towards the content of the subject according to the National Curriculum.

Birtist í: 
  • Netla
ISSN: 
  • 1670-0244
Samþykkt: 
  • 4.2.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13933


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ruslakista eða raunhæf menntun.pdf440.58 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna