is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13939

Titill: 
  • Tengsl líkamlegs og kynferðislegs ofbeldis við upphafsaldur reglulegrar áfengisneyslu og árangur í áfengismeðferðum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Talsvert stór hluti einstaklinga, í áfengis- og öðrum vímuefnameðferðum, greinir frá því að hafa verið þolendur ofbeldis sem börn. Aðalmarkmið þessarar rannsóknar var að skoða hvort að regluleg áfengisneysla hefjist að jafnaði fyrr hjá þeim áfengissjúklingum, sem greina frá líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi fyrir 16 ára aldur, miðað við þá sem ekki greina frá slíku ofbeldi. Þátttakendur voru 910 einstaklingar (674 karlar og 256 konur) sem komið höfðu í áfengismeðferð á sjúkrahúsið Vog. Upplýsinga um þátttakendur var aflað með geðgreiningarviðtalinu SSAGA-II. Alls greindu 202 þátttakendur frá líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi fyrir 16 ára aldur. Auk þess að spá því að upphafsaldur reglulegrar áfengisneyslu sé lægri hjá þolendum líkamlegs eða kynferðislegs ofbeldis í æsku, var því einnig spáð að lengsta tímabil án þess að nokkuð áfengi sé drukkið (lengsti edrútími), eftir að regluleg áfengisneysla hefst, sé styttra hjá þolendum slíks ofbeldis í æsku en hjá þeim sem ekki eru þolendur ofbeldis. Að lokum var því spáð að fjárhagsstaða í fjölskyldum þeirra, sem greina frá líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi, sé verri en fjárhagsstaða í fjölskyldum þeirra sem greina ekki frá slíku ofbeldi. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að samkvæmt Mann-Whitney U-tölfræðiprófinu var munur á upphafsaldri reglulegrar áfengisneyslu í hópunum tveimur marktækur, en munur á milli hópanna á lengd á lengsta edrútíma var ekki marktækur samkvæmt sama tölfræðiprófi. Með Kíkvaðrat-tölfræðiprófinu fannst svo marktækur munur þegar fjárhagsstaða hópanna var borin saman og voru þeir sem tilheyrðu ofbeldishópnum líklegri til þess að hafa alist upp í fjölskyldu þar sem fjárhagsstaða var verri en fjárhagsstaða meðal fjölskyldu í sama samfélagi. Ályktað var að það að verða fyrir einhvers konar ofbeldi sem barn auki líkur á að regluleg áfengisneysla hefjist á unga aldri og að börn sem alast upp í fjölskyldum þar sem fjárhagur er slæmur séu líklegri til þess að verða fyrir ofbeldi.

  • Útdráttur er á ensku

    The number of people participating in treatment for alcohol or other substance disorders, who report a history of child abuse, is substantial. The main purpose of this study was to see if alcoholics, who report a history of physical or sexual abuse before the age of 16, begin regular drinking at a younger age than those who don't. Participants were 910 individuals (674 males and 256 females) who had all been treated at Vogur hospital. Information about participants was collected with a diagnostic interview called SSAGA-II. Twenty-two % of participants (N=202) reported a history of physical or sexual abuse before the age of 16. It was hypothesized that the onset of regular drinking is at a younger age for people with a history of physical and sexual abuse before the age of 16 than for non victims. It was also hypothesized that the longest period of abstinence from drinking, after the onset of regular drinking has occurred is shorter for victims with a history of abuse. Thirdly it was hypothesized that the economic status in families of those who report a history of physical or sexual abuse is lower than the economic status in families where child abuse is nonexistent. The main results were that the difference between the age of onset of regular drinking, in the two groups, was statistically significant according to the Mann-Whitney U statistical test, but not the difference between the groups on the longest period of abstinence from drinking using the same test. Using the Chi-square statistical test, the difference between the economic status of the two groups was found to be statistically significant. The participants in the group, where a history of physical or sexual abuse was reported, were more likely to have grown up in a family with economic status lower than that of an average family in the same community. It was concluded that experiencing some form of child abuse affects the likelihood of an early onset of regular drinking. Also, that some form of child abuse is more likely in families with a low economic status.

Samþykkt: 
  • 5.2.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13939


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-Verkefni.pdf673.59 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna