ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Viðskipta- og raunvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1395

Titill

Flugvöllurinn á Egilsstöðum : framtíðarhorfur

Útdráttur

Þessi ritgerð fjallar um flugvöllinn á Egilsstöðum og möguleika hans til
millilandaflugs. Skoðað er hvort grundvöllur sé fyrir reglubundnu áætlunarflugi til
og frá Egilsstaðaflugvelli. Einnig hvort möguleiki sé á vöruflutningum um
flugvöllinn. Það sem skoðað er í þeim kafla er bundið við fiskflutninga til Evrópu
frá fiskframleiðendum á Austurlandi.
Rannsóknarspurningar sem lagt var af stað með í upphafi voru:
- Er grundvöllur fyrir millilandaflugi til og frá Egilsstaðaflugvelli í
einhverri mynd til framtíðar?
Undirspurning var:
- Er grundvöllur fyrir vöruflutningum til og frá Egilsstaðaflugvelli í
einhverri mynd til framtíðar?
Ferðaskrifstofa Austurlands var höfundi til aðstoðar við gerð ritgerðarinnar.
Ferðaskrifstofa Austurlands er sá aðili á Austurlandi sem hefur mesta reynslu í
millilandaflugi um Egilsstaðaflugvöll, þekkir heimamarkaðinn mjög vel og er
framarlega í allri umræðu um millilandaflug til og frá Austurlandi.
Sumarið 2002 og 2003 var reglubundið áætlunarflug til Egilsstaða frá
Düsseldorf í Þýskalandi á vegum Þýska flugfélagsins LTU. Undirbúningur hafði
staðið í mörg ár áður en það flug hófst og að þeim undirbúningi komu margir
aðilar. Í ritgerðinni er undirbúningurinn skoðaður, rætt við aðila sem komu að
fluginu og einnig skoðað hvernig flugið sjálft gekk.
Niðurstaða ritgerðarinnar er að grundvöllur sé fyrir millilandaflugi um
Egilsstaðaflugvöll í þeirri mynd að bjóða upp á þriggja til sjö daga ferðir fyrir
heimamarkað en ekki að bjóða upp á reglubundið áætlunarflug nema með
stuðningi sveitarfélaga eða fyrirtækja sem eru tilbúin að tryggja rekstur slíks flugs.

Athugasemdir

Verkefnið er lokað

Samþykkt
1.1.2005


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Flug á Egilsstöðum_e.pdf106KBOpinn Flug Egilsstöðum - efnisyfirlit PDF Skoða/Opna
Flug á Egilsstöðum_h.pdf118KBOpinn Flug Egilsstöðum - heimildaskrá PDF Skoða/Opna
Flug á Egilsstöðum... .pdf276KBLokaður Flug Egilsstöðum - heild PDF  
Flug á Egilsstöðum_u.pdf102KBOpinn Flug Egilsstöðum - útdráttur PDF Skoða/Opna