is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþrótta-, iðn- og tæknifræði -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13975

Titill: 
  • Prófanir á ljósastaur úr basalttrefjastyrktu plastefni
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Verkefni þetta fjallar um hvort hægt sé að nota basalttrefjastyrkt plastefni í ljósastaura hér á landi og voru gerðar rannsóknir á einingu úr slíkum staur.
    Í fyrri hluta verkefnisins er fjallað almennt um ljósastaura og sýndar eru reikniaðferðir til að greina vindálag á ljósastaura. Einnig er fjallað almennt um trefjastyrkt plastefni, basalt og basalttrefjar. Reikniaðferðir fyrir trefjastyrkt plastefni eru síðan kynntar.
    Í seinni hluta verkefnisins er fjallað um rannsóknarhluta verkefnisins. Fjallað er ítarlega um framkvæmd og undirbúning þeirra prófana sem voru gerðar en bæði var framkvæmd stífniprófun á staurhlutanum og prófaðar tvær útfærslur á festingum fyrir staurinn.
    Útreikningar á vindálagi sýndu að vægi niðri við jörð væri 2,36 kNm en reiknað hámarksvægi sem staurinn þolir skv. ÍST EN 40-3-3:2003 er 2,56 kNm. Gerð var þriggjapunkta beygjustífniprófun og mældist stífni staursins u.þ.b. 14 GPa. Prófaðar voru tvær festingar undir togáraun fyrir staurinn. Annars vegar einsniðs festing þar sem stálrör kom innan í staurinn og boltaðist við staurinn með sex M10 boltum og hins vegar tvísniðs festing þar sem heilt stálrör kom utan um staurinn en innan í staurinn kom stálrör sem klofið var á milli boltagatana til að það myndi herðast að staurnum, sú festing var tengd við staurinn með fjórum M10 boltum. Fyrri festingin þoldi 28,41 kN áður en skemmdir fóru að sjást við boltana en sú seinni þoldi 67,76 kN án þess að óásættanlegar formbreytingar hefðu orðið í boltagötunum.

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis examines the possibility of using basalt fiber reinforced polymers (BFRP) in composites for lighting poles in Iceland. The tube of such composite lighting pole were tested. In the first part of the thesis are general discussion about lightning poles and calculation methods to analyse wind load on lighting poles are presented. Also there is a general overview of fiber reinforced polymers (FRP), basalt and basalt fibers. Calculation methods for FRP are then presented.
    The second part of the thesis focuses on the research part of the project. Detailed discussions about the experimental work and the preparation of the tests that were performed. Both stiffness test and test of two types of connection for the column were performed.
    Calculation of the wind load showed that moment in the lighting pole at ground level was 2,36 kNm but the allowed maximum moment according to ÍST EN 40-3-3:2003 is 2,56 kNm. A three-point bending stiffness test were performed on the tube and the elastic modulus was measured approximately 14 GPa. Two types of connections for the column were tested for axial tensile force. The first connection was a single shear connection were a steel tube was inserted into the BFRP tube and fastened with six M10 bolts. The second connection was a double shear connection were steel tubes were both inside and outside the BFRP tube. The inner steel tube was cut partially split midway between the bolt holes so it could tighten to the BFRP tube and create friction between the steel tubes and the BFRP tube. That connection was connected with the BFRP tube with four M10 bolts. The first connection held 28,41 kN before damage around the bolt holes was visible. The second connection held 67,76 kN without the deformation in the bolt holes becoming unacceptable.

Samþykkt: 
  • 7.2.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13975


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Prófanir á ljósastaur úr basalttrefjastyrktu plastefni.pdf2.82 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna