ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Viðskipta- og raunvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1398

Titill

Sameiningarmöguleikar Siglufjarðar : samanburður á sameiningu Siglufjarðar annars vegar við Ólafsfjörð og hins vegar við önnur átta sveitarfélög á Eyjafjarðarsvæðinu

Útdráttur

Sameiningarumræða meðal sveitarfélaga í Eyjafirði hefur verið mikil undanfarin
ár meðal annars vegna þróunar í samgöngumálum. Með Héðinsfjarðargöngum
mun Siglufjörður tengjast Eyjafjarðarsvæðinu á öflugan og áhrifaríkan hátt.
Göngin eru gríðarlegar samgöngubætur og opna Siglfirðingum ýmsa möguleika,
meðal annars til samstarfs við önnur sveitarfélög á svæðinu. Með samstarfi má
lækka kostnað og bæta þjónustu svo eitthvað sé nefnt. Þá tóku nýlega gildi
breytingar á kjördæmaskipan þar sem Siglufjörður færðist í kjördæmi
Norðurlands eystra. Þessar breytingar eru einnig hvati til samstarfs við önnur
sveitarfélög á svæðinu. Samstarf er hins vegar ekki eini möguleikinn í stöðunni,
sameining sveitarfélaga er ennþá öflugri leið heldur en samstarf til þess að ná
fram hagræðingu og sparnaði. Nokkrir sameiningarmöguleikar hafa verið nefndir
og voru sameiningar Siglufjarðar og Ólafsfjarðar annars vegar og
Eyjafjarðarsvæðisins hins vegar kannaðar í þessu verkefni.
Þegar taka á ákvörðun um hvaða leið sé best að fara þarf að taka tilliti til áhrifa
sameininganna á helstu þætti sveitarfélags og íbúa þess. Rannsókn var gerð á
áhrifum sameininganna tveggja á þjónustu, stjórnkerfi og rekstur með áherslu á
hvernig þau áhrif koma til með að birtast Siglfirðingum. Af þessum þáttum liggur
munurinn á sameiningunum tveimur í fjárhagslegum áhrifum þeirra, önnur áhrif
eru illmælanleg eða talin það sambærileg að þau vega ekki þungt þegar taka á
ákvörðun um sameiningu sveitarfélaga.
Sameiningarnar tvær hafa mest áhrif á útgjöld til sameiginlegs kostnaðar. Til
skamms tíma er það eini málaflokkurinn sem hægt er að ná verulegum sparnaði í.
Sameiginlegur kostnaður hjá sameinuðum Eyjafirði yrði 30.373 kr. á íbúa en hjá
sameinuðu sveitarfélagi Siglufjarðar og Ólafsfirði yrði hann 47.441 kr. á íbúa.
Niðurstaðan er sú að sameining Eyjafjarðarsvæðisins er fýsilegri kostur.
Lykilorð: Sameining sveitarfélaga, þjónusta, fjármál, stjórnsýsla,
stærðarhagkvæmni.

Samþykkt
1.1.2005


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Sameiningarmögul S... .pdf978KBOpinn Sam Siglufjarðar - heild PDF Skoða/Opna