is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþrótta-, iðn- og tæknifræði -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13980

Titill: 
  • Áhrif fylliefna á skammtímaformbreytingar í gólfílögnum án álags
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessa rannsóknarverkefnis er að skoða áhrif mismunandi tegunda fylliefna á skammtímaformbreytingar án stöðufræðilegs álags í sementsbundnum gólfílögnum við raunverulegar aðstæður.
    Hrærðar voru fimm steypublöndur með mismunandi fylliefnum, og notað sérstakt mælitæki til þess að mæla formbreytingar í þeim, yfir fjórtán daga tímabil, frá því að steypan er fersk, og því er ekki um staðlaða mæliaðferð að ræða. Einnig voru áhrif fylliefna á vinnanleika steypunnar könnuð. Þá voru fyrrnefnd atriði borin saman innbyrðis, svo meta mætti hvaða tegund fylliefna væri best til þess fallin að nota í gólfílögnum innanhúss.
    Niðurstöður mælinga sýndu að mismunandi gerðir fylliefna hafa töluverð áhrif á formbreytingar og vinnanleika steypu. Steypan með Björgunarsandinum rýrnaði meira heldur en allar hinar blöndurnar, en steypan með Vatnsskarðssandinum rýrnaði minnst. Reynt var síðan að útskýra mögulegar ástæður mismunandi áhrifa fylliefnanna.
    Útreikningar á rýrnun samkvæmt Eurocode 2 eru að gefa töluvert lægri niðurstöður heldur en DIN 4227, en hvorugir þessara staðla taka mið af tegund eða magns fylliefna í steypu og því þarf að taka þá með fyrirvara í hönnun. DIN 4227 er hins vegar að gefa nokkuð svipaða niðurstöðu og flestar mælinga, nema mælingar með Björgunarsandinum.

Samþykkt: 
  • 7.2.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13980


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
AHRIF-FYLLIEFNA-A-SKAMMTIMA-FORMBREYTINGAR-I-GOLFILOGNUM-AN-ALAGS_2012.pdf3.15 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna