is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > MEd/MPM/MSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþróttafræðideild -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14004

Titill: 
  • Bættar spár með umferðarlíkani höfuðborgarsvæðisins
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Eftirfarandi rannsókn er á sviði umferðar og skipulags og er athugun á því hvort hægt sé að bæta spáhluta umferðarlíkans höfuðborgarsvæðisins með aukinni greiningu og betri flokkun gagna um magn atvinnuhúsnæðis (skipulagstalna) á höfuðborgarsvæðinu
    Rannsóknin miðar að því minnka frávik í spám fyrir grunnár líkansins. Almennt er talið æskilegt að byggja spár á grunnári því þannig er hægt að stilla líkanið af út frá þekktu ástandi, sem eru umferðartalningar grunnársins. Frávik í spám grunnárs geta skekkt framtíðarspár og því nauðsynlegt að þau séu eins lítil og mögulegt er.
    Rannsóknin byggir á rýni vísindagreina, greiningu á skipulagstölum og líkankeyrslum. Með rýni vísindagreina var augum sérstaklega beint að frávikum í umferðarspám og leiðum til að draga úr þeim. Við greiningu skipulagstalna var gerð tilraun með nýja flokkun gagna þar sem byggt er á notkun húsnæðis í stað gjaldflokka líkt og gert hefur verið. Í líkankeyrslum voru borin saman hin ýmsu tilvik og reynt að finna það tilfelli sem gaf bestu nálgun við umferðartalningar.
    Umtalsverður árangur náðist í því að lækka frávik; frávikum yfir 5000 bílum fækkaði um 24% og fyrir götur með yfir 5000 bíla umferð fækkaði þeim um 29%. Auk þess leiddi rannsóknin í ljós misræmi í skipulagsgögnum þar sem gjaldflokki og skráðri notkun húsnæðis ber ekki saman. Niðurstöður rannsóknarinnar staðfesta því að hægt er að lækka frávik í spám með bættri flokkun skipulagstalna.

Styrktaraðili: 
  • Rannsóknarsjóður Vegagerðarinnar
Samþykkt: 
  • 12.2.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14004


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerð.pdf2.01 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna