is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > MEd/MPM/MSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþróttafræðideild -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14008

Titill: 
  • Frumskýrslugerð opinberra framkvæmda : tilviksrannsókn á skýrslum um Vaðlaheiðargöng
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Opinberar framkvæmdir á Íslandi fara oft fram úr kostnaði og taka lengri tíma en upphaflega var áætlað. Oft valda ákvarðanatökur um opinberar framkvæmdir deilum í samfélaginu og óljóst er á hvaða grunni ákvarðanir eru teknar. Talað er um að þrýstingur ráði för og ákvarðanir séu teknar út frá pólitískum hagsmunum frekar en fræðilegum rökum eða vísindalegum útreikningum.
    Framkvæmdir um göng í gegnum Vaðlaheiði hafa verið mikið í umræðunni síðustu misseri og sitt sýnist hverjum um ágæti þessara framkvæmda. Margar skýrslur hafa komið út um væntanlegar framkvæmdir og eru niðurstöður þeirra skýrslna mjög misjafnar. Ritgerð þessi er tilviksrannsókn á aðferðum sem notaðar voru við frumskýrslugerð vegna Vaðlaheiðarganga og samanburður við bestu aðferðir (e. best practice) verkefnastjórnunar og ákvarðanatökuaðferða. Rannsakaðar voru sex skýrslur sem út hafa komið undanfarin ár og aðferðir við gerð þeirra og innhald greint með hliðsjón af bestu aðferðum. Rannsóknartilgátan er sú að við frumskýrslugerð um Vaðlaheiðargöng eru ekki notaðar bestu aðferðir verkefnastjórnunar til að meta hagkvæmni verkefnisins sem getur leitt til þess að mismunandi og mótsagnakenndar niðurstöður koma fram eftir því hver á í hlut.
    Ritgerð þessi miðar að því að skilgreina og útskýra hvaða þætti þarf að skoða við upphaf opinberra framkvæmda og hvaða þættir þurfa að koma fram í frumskýrslum til þess að þær geti nýst sem best til ákvarðana fyrir stjórnmálamenn og aðra sem ákvarðanir taka um opinberar framkvæmdir.
    Rannsókn á skýrslunum sex um Vaðlaheiðargöng leiðir í ljós að gerð frumskýrslna byggir ekki á fullnægjandi hátt á viðurkenndum aðferðum verkefnastjórnunar og ákvarðanatökuaðferða. Vanda þarf betur til verka við gerð skýrslna um opinberar framkvæmdir til þess að þær geti talist marktækar. Fylgja þarf aðferðum verkefnastjórnunar við úrvinnslu þeirra og þannig vinna kerfislega að niðurstöðu sem ekki býður upp á tilfinningarök og blekkingar.
    Lykilorð: Ákvarðanatökur, verkefnastjórnun, opinber verkefni, frumskýrslugerð

Samþykkt: 
  • 12.2.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14008


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Frumskýrslugerð obinberra framkvæmda Helgi Vignir Bragason.pdf1.66 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna