is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14010

Titill: 
  • Kynjamunur samsláttar alkóhólisma við þunglyndi og almenna kvíðaröskun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmiðið með þessari rannsókn er að skoða kynjamun á algengi og birtingu fylgikvilla alkóhólisma. Þekkt er að það er kynjamunur á neysluhegðun og sjúkdómsferil áfengissýki og er búist við að regluleg neysla áfengis hefjist fyrr hjá körlum, en meiri óvissu gætir um hvernig samsláttur við aðrar geðraskanir hefur áhrif á þennan sjúkdómsferil og hvort þau áhrif eru ólík eftir kyni. Erfitt er að átta sig á hvort aðrar geðraskanir eins og almenn kvíðaröskun eða þunglyndi séu undanfarar áfengissýki, eða fylgikvillar eða jafnvel sjálfstæðir kvillar samtíma áfengissýki. Í þessri rannsókn verður leitast við að skoða hvernig samslætti er háttað, og því spáð að almenn kvíðaröskun og þunglyndi komi oftar fram á undan áfengisröskuninni hjá konum en körlum. Því er einnig spáð að enginn kynjamunur sé á áhrifum samsláttar á meðferðarárangur og að þeir sem eru með almenna kvíðaröskun og þunglyndi, auk áfengisröskunar, sýni lakari meðferðarárangur en þeir sem ekki hafa samslátt, sem birtist í styttri edrútíma. Um afturvirka rannsókn er að ræða þar sem unnið var úr gögnum erfðarannsóknar á fíkni-sjúkdómum. Þátttakendur voru 1098 sem áður höfðu komið til meðferðar hjá SÁÁ, 778 karlar og 320 konur og var meðalaldur þátttakenda 51 ár. Notast var við The Semi structured assessment for genetics of alcoholism (SSAGA) viðtal til þess að meta þátttakendur. Helstu niðurstöðurnar voru þær að almennt séð byrjar karlar fyrr en konur að drekka reglulega. Konur eiga frekar en karlar við almenna kvíðaröskun og þunglyndi að stríða ásamt alkóhólisma. Einnig greinast konur frekar en karlar fyrst með almenna kvíðaröskun eða þunglyndi og alkóhólisminn kemur síðar í kjölfarið. Munur fannst ekki á lengsta edrútíma hjá þeim sem greindust með alkóhólimsa og þeirra sem greindust með alkóhólisma samhliða þunglyndi og/eða almenna kvíðaröskun. Hægt er að draga þær ályktanir að konur eigi oftar við kvíða og þunglyndi að stríða samhliða alkóhólisma en karlar.

Samþykkt: 
  • 12.2.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14010


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Karen Ösp.pdf379.06 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna