is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14012

Titill: 
  • Sjálfsmisræmi og kvillar neyslusamfélaga. Yfirlit yfir rannsóknir og athugun á próffræðilegum eiginleikum Sjálfsmisræmiskvarðans
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Kenningin um sjálfsmisræmi (self-discrepancy theory) útskýrir á kerfisbundinn hátt hvernig tilteknir þættir sjálfsmyndar tengjast og hvernig fólk er líklegra til að upplifa neikvæðar tilfinningar þegar misræmi skapast milli þessara þátta í sjálfsmynd. Í ritgerðini er rætt um sjálfsmisræmi og kenningalegan bakgrunn þess. Annmarkar eldri mælitækja eru ræddir. Fjallað er um rannsóknir á neikvæðum afleiðingum mikils sjálfsmisræmis svo sem áhrif sjálfsmisræmis á kauphegðun einstaklinga og áhrif innfæringar (internalization) óraunhæfra samfélagslegra viðmiða um líkamsvöxt á líkamsmynd kvenna. Rannsóknin sem hér er lýst hafði það að markmiði að kanna hugtakaréttmæti Sjálfsmisræmiskvarða Rögnu B. Garðarsdóttur og Helgu Dittmar (2010) en mælikvarðinn var gerður til að mæta gagnrýni á eldri mælitæki sem hafa reynst rannsakendum illa og þátttakendum torskilin. Jafnframt voru próffræðilegir eiginleikar kvarðans kannaðir. Þátttakendur í rannsókninni voru 207 talsins. Niðurstöður leiddu í ljós að Sjálfsmisræmiskvarðinn hefur meðalsterka fylgni við eldri mælitæki sem rennir stoðum undir hugtakaréttmæti kvarðans.

Samþykkt: 
  • 13.2.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14012


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS.pdf229.85 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna