is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14019

Titill: 
  • Sjálfsmynd barna með ADHD, eignunarstíll þeirra og líðan
  • Titill er á ensku The self-concept of children with ADHD, their attribution style and well-being
Námsstig: 
  • Meistara
Höfundur: 
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að meta sjálfsmynd, eignunarstíl og líðan 8 til 15 ára barna með ADHD. Líðan barnanna var metin út frá kvíða, þunglyndi og mótþróa þeirra með spurningalistum. Þátttakendur voru 114 íslensk börn sem greind höfðu verið með ADHD og foreldrar þeirra, sem voru 211 talsins. Drengir voru 72,1% þátttakenda og stúlkur 27,9%. Í rannsókninni var notast við fimm spurningakvarða, það voru Piers-Harris sjálfsmatskvarði fyrir börn, spurningalisti um eignunarstíl, MASC kvíðalistinn, CDI þunglyndiskvarðinn og Mótþróakvarðinn. Í upphafi voru bakgrunnspurningar fyrir foreldra þar sem spurt var um aldur, menntun og hjúskaparstöðu foreldra, einnig var spurt um kyn barns, búsetu og uppruna greiningar. Fyrsta tilgáta var að 20 til 30% barnanna hefði lélega sjálfsmynd, önnur tilgáta var að meiri hluti barnanna væri með ytri eignunarstíl, þriðja tilgáta var að allavega 25% barnanna væri með kvíða yfir klínískum mörkum, fjórða tilgáta var að allavega 20% barnanna væri með þunglyndi yfir klínískum mörkum og fimmta tilgáta var að allavega 35% barnanna næði greiningarskilmerkjum fyrir ODD. Helstu niðurstöður voru að 21,4% þátttakenda höfðu lélega sjálfsmynd, 40% barnanna voru með ytri eignunarstíl, 43% barnanna voru með kvíða yfir klínískum mörkum, 21,4% barnanna voru með þunglyndi yfir klínískum mörkum og 35,9% barnanna náðu greiningarskilmerkjum fyrir ODD. Niðurstöður eru í samræmi við erlendar rannsóknir þar sem léleg sjálfsmynd, ytri eignunarstíll, kvíði yfir klínískum mörkum, þunglyndi yfir klínískum mörkum og algengi ODD var mun hærra hjá börnum með ADHD heldur en börnum sem ekki eru greind með ADHD.

  • Útdráttur er á ensku

    The main object of this research was to evaluate bad self-concept, attributional style and the well-being of 8 to 15 year old Icelandic children with ADHD. The well-being of these children was evaluated with questionnaires about anxiety, depression and oppositional defiant behavior. The participants were 114 Icelandic children who had been diagnosed with ADHD and their parents, which were 211. 72,1% af the subject were boys and 27,9% were girls. Five questionnaires were used in this research, they were Piers-Harris Children‘s Self Concept Scale, N-S Locus of Control Scale for Children, CDI, MASC and a part of the DBRS. In the beginning the parents were asked a few background questions such as about age, education, marital status, gender, residence og origin of diagnosis. The first hypothesis was that 20 to 30% of the participants had bad self-concept, the second hypothesis was that majority of participants had external attributional style, the third hypothesis was that at least 25% of the participants had anxiety, the fourth hypothesis was that at least 20% of the participants had depression and the fifth hypothesis was that at least 35% of the participants had ODD. The main results were that 21,4% of the participants had bad self-concept, 40% had external attributional style, 43% had anxiety, 21,4% had depression and 35,9% had ODD. The results are consistent with other research, where bad self-concept, external attributional style, anxiety, depression and ODD are more common in children who are diagnosed with ADHD.

Samþykkt: 
  • 13.2.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14019


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sara Tosti - MS.pdf1.37 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna