is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14038

Titill: 
  • Mikilvægi tómstunda og starfsemi sumarbúða fyrir fötluð börn og ungmenni
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari heimildaritgerð er fjallað um líf einstaklinga með fötlun og mikilvægi tómstunda, bæði út frá tómstunda- og fötlunarfræðilegu sjónarhorni. Við lestur ritgerðarinnar ætti lesandinn að gera sér grein fyrir hvaða þýðingu það getur haft fyrir einstakling að lifa með fötlun og áhrif hindrana í tómstundum á líf einstaklinga út frá kenningum um valdeflingu og sjálfsskilning. Vísað er í rannsóknir á þátttöku fatlaðra barna í tómstundum og lögð er áhersla á ávinning og mikilvægi tómstundaiðju. Svo virðist sem stór hluti fatlaðra barna og ungmenna upplifi félagslega einangrun vegna færri tækifæra til tómstundaiðkunar. Út frá því samhengi er fjallað um starfsemi sumarbúða og gildi þeirra fyrir fötluð börn og ungmenni. Stuðst er við viðtal við forstöðumanneskju sumarbúða fyrir fatlaða á Íslandi í þeim tilgangi að styðja niðurstöður ritgerðarinnar. Markmið ritgerðarinnar er að svara spurningunni: Hversu uppbyggileg er dvöl í sumarbúðum fyrir fötluð börn og ungmenni?
    Þátttaka í sumarbúðum gefa fötluðum einstaklingum tækifæri á því að prófa sig áfram í fordómalausu umhverfi þar sem lögð er áhersla á valdeflingu og vináttu. Í sumarbúðunum gefst krökkunum tækifæri á að kynnast öðrum fötluðum sem getur reynst afar dýrmætt fyrir sjálfsskilning fatlaðra einstaklinga. Ekki leikur vafi á því með neinum hætti að dvöl í sumarbúðum er uppbyggileg fyrir einstaklinginn.

Samþykkt: 
  • 20.2.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14038


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hrafnhildur_BA_2013.pdf584.78 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna