is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14044

Titill: 
  • Viðhorf og tilgangur fólks með þroskahömlun til símenntunar : fjölmennt og samstarfsstofnanir.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð fjallar um símenntun fyrir fólk með þroskahömlun og fræðilegan bakgrunn sem tengist þessu viðfangsefni. Fjölmennt er símenntunarstöð sem býður upp á námskeið fyrir fólk með þroskahömlun og hefur þróunin þar verið sú að gera samstarfssamninga við aðrar símenntunarstaði, t.d. var gerður samningur í haust við Námsflokka Reykjavíkur og Mími símenntun þar sem fólk með þroskahömlun getur sótt nám. Í starfssemi Fjölmenntar er mikil áhersla lögð á að fatlað fólk geti stundað símenntun til jafns við aðra í samfélaginu og hjá sömu aðilum sem veita ófötluðu fólki símenntun. Gerð var eigindleg rannsókn þar sem viðtöl voru tekin við 5 einstaklinga með þroskahömlun sem hafa tekið námskeið hjá hinum ýmsu samstarfsstofnunum Fjölmenntar. Skoðað var hvað þeim fannst um að taka námskeið hjá samstarfsstofnunum Fjölmenntar, hver tilgangur þeirra væri með símenntun og hverjar framtíðaráætlanir þeirra væru er varða atvinnu og símenntun. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að mjög jákvætt viðhorf ríki í garð símenntunarstöðva sem Fjölmennt er í samstarfi við. Ánægja var meðal annars vegna meiri fjölbreyttni í námi og að nú hafi þeir fleiri valkosti. Niðurstöður benda einnig á að helsti tilgangur með símenntun hjá þeim sé að stunda áhugamál og voru þeir allir ákveðnir í að halda áfram að símennta sig.

Samþykkt: 
  • 20.2.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14044


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð Elísa Ólafsdóttir.pdf193.23 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna