is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14047

Titill: 
  • Leikum og lifum : leiklist og sköpun í grunnskólakennslu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þetta lokaverkefni er greinargerð um leiklist í grunnskólakennslu með kynningu á því helsta í kennsluefni sem til er á íslensku fyrir kennara og er því einnig ætlað að vera hugmyndabanki fyrir þá sem vilja kynna sér og prófa leiklist í kennslu.
    Einnig er eitt af markmiðum þessa lokaverkefnis að reyna að sýna fram á hversu vel kennsla og leiklist eiga saman og koma með hugmyndir að kennsluaðferðum og kennsluhugmyndum.
    Eitt af því mikilvægasta sem kennari getur lagt áherslu á í sínu starfi er fjölbreytni í kennslu og að reyna að ná til allra nemenda grunnskólans óháð því hvar þeir eru staddir námslega. Skólasamfélag nútímans kallar á sífellt meiri fjölbreytni, einstaklingsmiðað nám og skólaumhverfi án aðgreiningar vegna þess hve nemendahópurinn er fjölbreyttur. Þar gætu kennsluaðferðir leiklistar komið að góðum notum þar sem þær eru fjölbreyttar og reyna á mismunandi hæfni nemenda.
    Almennri menntun er ætlað að stuðla að aukinni hæfni einstaklings til að takast á við áskoranir daglegs lífs og miðar einnig að því að efla skilning einstaklings á eiginleikum sínum og hæfileikum og þar með hæfni til að leysa hlutverk sín í flóknu samfélagi. Almenn menntun er því hvort tveggja í senn einstaklingsmiðuð og samfélagsleg (Mennta- og menningarmálaráðuneytið, 2011:13).
    Leiklist er þverfagleg grein og getur hentað vel til að samþætta með öðrum greinum eins og t.d. íslensku, bókmenntum og sögu. Með kennsluaðferðum leiklistar fá nemendur að upplifa hluti og læra um sjálfa sig og samfélagið með því að setja sig í spor annarra í ýmsum aðstæðum, kanna eigin skoðanir og tilfinningar og læra að bera ábyrgð á ákvörðunum sínum.

Samþykkt: 
  • 20.2.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14047


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaverkefni_lindaagnarsd.pdf904.1 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
bæklingur með lokaverkefni 2013-lokaútlit.pdf1.35 MBOpinnbæklingurPDFSkoða/Opna