is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14067

Titill: 
  • Skóli á tímamótum? : viðhorf reyndra framhaldsskólakennara til breytinga í skólastarfi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á reynslu og upplifun íslenskra framhaldsskólakennara á breytingum í starfi sínu síðastliðinn aldarfjórðung, þ.e. frá útgáfu fyrstu samræmdu námskrárinnar fyrir framhaldsskóla árið 1986. Áhersla var lögð á að kanna áhrif ólíkra námskráa á skólaþróun, sérstaklega þeirrar nýjustu frá 2011.
    Tólf framhaldsskólakennarar úr jafnmörgum námsgreinum tóku þátt í rannsókninni og störfuðu þeir í fjórum ólíkum skólum. Kennararnir höfðu allir kennt í a.m.k. 25 ár. Rannsóknin er eigindleg og byggist á hálfopnum viðtölum sem voru tekin sumarið 2012.
    Niðurstöður benda til að töluverðar breytingar hafi orðið á starfi og hlutverki framhaldsskólakennara á síðasta aldarfjórðungi. Viðmælendur lýstu verulegum breytingum á viðhorfum nemenda til skólans og námsins. Einnig töldu þeir að þróun í tölvu- og upplýsingatækni hefði haft mikil áhrif á skólastarfið. Breytingarnar endurspeglast í samskiptum nemenda og kennara og margir nefndu að þær hafi leitt til fjölbreyttari kennsluhátta. Fram kom að ný verkefni hefðu bæst við kennarastarfið, sérstaklega ýmis umsýsla og uppeldisleg viðfangsefni.
    Rannsóknin leiddi í ljós ólík viðhorf gagnvart tilraun yfirvalda til sam-ræmingar framhaldsskólanámsins sem hófst með aðalnámskránni 1999. Í aðalnámskrá 2011 er snúið frá ítarlegri markmiðasetningu og voru allir viðmælendur jákvæðir gagnvart þeim almennu markmiðum sem hún byggir á. Margir höfðu þó talsverðar áhyggjur af innleiðingu námskrárinnar.
    Af niðurstöðunum má draga þá ályktun að þörf sé á að fylgja vel eftir þeim breytingum sem námskráin 2011 boðar, ekki síst ef haft er í huga hve hægt hefur gengið að breyta skólastarfi í framhaldsskólum í sögulegu tilliti. Vonast er til að niðurstöðurnar sýni mikilvægi þess að styðja kennara með markvissum hætti við að finna markmiðunum farveg með hliðsjón af þörfum nemenda, helst með því að efna til víðtæks og reglulegs samstarfs kennara þvert á námssvið.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this study was to gain an insight into what experienced upper
    secondary school teachers in Iceland think about changes in their work in
    the last 25 years. Particular attention was given to the impact of different
    curricula on school development, especially the most recent one from
    2011.
    Interviews were taken with twelve teachers of equally many disciplines
    from four different upper secondary schools in Iceland. All the participants
    started teaching before 1986, which is the year the first National Curriculum for upper secondary schools was introduced. The schools were
    randomly chosen from a stratified sample of nine schools but the selection
    of teachers was made by purposive sampling to ensure diversity.
    The results indicate a transformation in the work and role of upper
    secondary school teachers in the last quarter of a century. The interviewees
    described a major change in students’ attitudes towards school and schoolwork. The introduction of information technology has also contributed to a
    dramatic change in the classroom. These changes are reflected in a
    different kind of interaction between students and teachers and have
    generated more varied teaching methods. Teachers have taken on new
    responsibilities and many speak about intensification of work, largely due to
    pedagogical issues and increased paperwork.
    The teachers expressed mixed sentiments about the ministry’s effort to
    centralize the National Curriculum in 1999. However, all were positive
    towards the general cross-curricular aims of the National Curriculum from
    2011, although many voiced concern over the implementation process.
    The findings, as well as the history of educational reform in upper
    secondary schools, suggest a need to decisively follow through with the
    curricular changes in the years to come. Most importantly, teachers need
    efficient support to find a way to adopt the curricular aims with regard to
    student needs, preferably by initiating regular collaboration between
    teachers across subjects.

Samþykkt: 
  • 25.2.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14067


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Árný Helga Reynisdóttir - M.Ed. 30.1.2013.pdf1.1 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna