is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14071

Titill: 
  • Útikennsla, sköpun og skógarnytjar : verkefnasafn með áherslu á hönnun og smíði
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Útivera er ein þeirra leiða sem skólakerfið getur nýtt til að kynna náttúruna fyrir börnum. Sem áhugamanneskja um útivist, skógrækt og skógarnytjar ákvað ég að sameina áhugamál mín í lokaverkefni um skógarnytjar í hönnun og smíði fyrir grunnskóla. Tilgangur þessa verkefnis er að búa til safn með hugmyndum að verkefnum sem vinna má úr viðarnytjum og nota má við útikennslu í hönnun og smíði á öllum stigum grunnskólans. Markmiðið með verkefni þessu er að vekja áhuga kennara á að nota útikennslu sem eina af námsleiðum í hönnun og smíði ásamt því að tengja þær við námskenningar sem tengjast útikennslu. Lokaverkefni þetta er í þremur hlutum og skiptist í fræðilega greinagerð, verkefnasafn og samantekt. Í fyrsta hlutanum er fjallað um hugmyndafræði og rannsóknir tengdar útikennslu, um hlutverk kennarans í útikennslu og með hvaða hætti hann geti náð sem bestum árangri í slíkri kennslu. Meginhlutinn er verkefnasafn um vinnu með skógarnytjar ásamt hagnýtum upplýsingum fyrir kennara sem ætla að hefja útikennslu og vinnu með skógarnytjar. Verkefnin byggja m.a. á þeim þáttum sem fjallað er um í fræðilega hlutanum. Verkefnin hafa öll verið reynd í kennslu af mér og þremur öðrum áhugasömum kennurum um útikennslu og skógarnytjar. Í þriðja og jafnframt síðasta hluta verkefnisins er samantekt þar sem farið yfir reynslu okkar af verkefnunum og hvernig til tókst. Reynsla kennaranna sem tóku þátt í að reyna verkefnin var almennt góð og töldu þeir að það væri skemmtileg tilbreyting fyrir nemendur frá kennslu innan veggja skólans að geta nýtt skóginn til skapandi starfa og að vinna með ferskan við. Einnig að það væri góð ástæða til að þróa þessa verkefnavinnu áfram þar sem þeir töldu vera vöntun á námsefni tengdu útikennslu og skóganytjum.

  • Útdráttur er á ensku

    Outdoor recreaction is one option for the educational system to indroduce
    nature to students. As an enthusiast of outdoor recreation, forestry and timber
    harvesting, I decided to combine my interests in my thesis on forestry in design
    and carpentry for primary schools. The goal of the project is to create interest
    among teachers in using outdoor learning as an alternative teaching method for
    design and carpenty as well as linking it to outdoor learning theories. The thesis
    is threefold; theoretical context, collection of exercises and summary. The
    purpose is to create a collection of ideas of exercises utilizing wood and can be
    used in an outdoor learning setting for design and carpentry in all primary
    school levels. The first part is a discussion on theories and research on outdoor
    learning, on the teacher‘s role in outdoor learning and how to get the best
    performance in those settings. The body of the thesis is a collection of exercises
    to utilize forestry as well as practical information for teachers who want to start
    outdoor learning and forestry programs. Elements of the theoretical discussions
    were included in the development of the exercises, which have all been tried by
    me and three other enthusiastic teachers in an outdoor learning environment.
    The third and last part is a summary of our experience and the outcome of the
    exercises. The participating teachers‘ experience was good and they considered
    that utilizing the forest for creative work and using fresh wood was a fun
    alternative for students from the normal classroom setting. Their opinion was
    also that further development of these exercises would be ideal as learning
    material on outdoor learning and forestry was lacking.

Samþykkt: 
  • 26.2.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14071


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni ks eb.pdf3.07 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna