is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14076

Titill: 
  • Íslenska á unglingastigi : mikilvægi, markmið, áhersluþættir og árangur
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar er að komast að því hvað íslenskukennurum á unglingastigi finnst mikilvægast í kennslu sinni, hver markmið þeirra og áherslur eru og hvernig þeir vita að þeir hafi náð árangri.
    Rannsóknin var gerð á vorönn 2012 og voru spurningar sendar til 11 íslenskukennara á unglingastigi en áður hafði skólastjóri viðkomandi skóla gefið samþykki fyrir því. Rannsóknarspurningarnar lutu meðal annars að kennsluháttum, áherslum og markmiðum í íslenskukennslu ásamt því að ýmsum bakgrunnsupplýsingum um kennarana var safnað. Einnig voru kennararnir spurðir um árangur í kennslu sinni.
    Helstu niðurstöður eru þær að kennarar styðjast meðal annars við markmið Aðalnámskrá grunnskóla sem og skólanámskrár þegar þeir skipuleggja kennslu sína. Þeim finnst erfitt að taka einn þátt út úr Aðalnámskrá grunnskóla sem mikilvægasta þáttinn en voru þó flestir sammála því að lestur, lesskilningur og talað mál væru mikilvægustu þættirnir í kennslunni og fannst of mikil áhersla lögð á málfræðiþáttinn í Aðalnámskrá grunnskóla.
    Markmið kennaranna með kennslunni voru að gera nemendur sjálfstæða og ábyrga fyrir námi sínu og efla sjálfsöryggi þeirra. Einnig fannst kennurunum mikilvægt að vekja áhuga nemenda á móðurmálinu, gera þá að betri málnotendum og að nemendur kynnu að meta íslenskan menningararf.
    Nemendum finnst málfræðin erfiðasti og leiðinlegasti námsþátturinn að mati kennaranna sem tóku þátt en framsögn og bókmenntir skemmtilegasti námsþátturinn. Kennurunum finnst erfitt að meta það hvenær þeir hafa náð árangri með nemendum sínum en einn kennarinn orðaði það svo að honum fyndist hann hafa náð árangri þegar nemendur hans væru ánægðir, forvitnir og fróðleiksfúsir og þegar hann vissi að nemendur hans hefðu gert sitt besta í verkefnum og á prófum.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this research is to get an insight into what teachers of Icelandic at upper primary school level consider most important in their teaching, what their educational aims and emphasis are, and how they know their goals have been reached.
    The research was done in the spring term 2012. Questions were sent to 11 teachers of Icelandic at upper primary school level. A consent had previously been obtained from the schoolmaster at each school in question. The research questions dealt, among other things, with teaching methods, emphasis and objective in teaching Icelandic, as well as success in teaching. Furthermore, various background information about the teachers was obtained.
    Main findings are that the teachers base their teaching plans on, among other things, the leading curriculum for primary schools and also their own schools´ curriculum. They find it difficult to isolate one aspect in the curriculum as the most important one, but most of them consider reading, reading comprehension and speaking as the most important aspects in their teaching. Furthermore, they consider too much emphasis is put on grammar in the main curriculum.
    Teachers´aims were, among others, to make students independent and responsible in their learning and to increase their self esteem. They found it also important to inspire pupils´ interest in their mother tongue, make them better language users and to appreciate the Icelandic cultural heritage.
    According to the teachers, pupils find grammar the most difficult and boring part of learning, but diction and literature the most entertaining one. The teachers find it difficult to measure their success, but one of them said that a clear sign were happy and curious students who are ready to obtain knowledge and do their best in their studies and exams.

Samþykkt: 
  • 28.2.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14076


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Mastersritgerð lokaeintak Svanhvítpdf.pdf1.51 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna