is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Meistaraverkefni í lagadeild (MA/ML) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14084

Titill: 
  • Endurskoðunarvald dómstóla á stjórnvaldsákvörðunum á sviði opinbers starfsmannaréttar
  • Titill er á ensku The judicial power to review administrative decisions regarding public workers
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Lengi var það skoðun fræðimanna að dómstólar gætu ekki hreyft við stjórnvaldsákvörðunum sem væru háðar frjálsu mati stjórnvalda og til að mynda var ekki talið að dómstólar gætu skorið úr um hvort hæfasta umsækjandanum hefði verið veitt staða. Fáar stjórnvaldsákvarðanir eru jafn matskenndar og ákvarðanir í opinberum starfsmannarétti um hvern skuli ráða í starf eða hvenær segja skal upp starfsmanni. Sjónarmiðin sem búa að baki þeirri skoðun að dómstólar skuli ekki hrófla við mati stjórnvalda í opinberum starfsmannarétti grundvallast á kenningunni um þrígreiningu ríkisvaldsins og eðli skipunarvalds ráðherra eða, eftir atvikum, yfirmanna einstakra stjórnvalda sem vegna nálægðar við viðkomandi stofnanir eru taldir hæfastir til að meta hvaða kostum starfsmenn eigi að búa yfir. Dómstólar hafa úrskurðarvald um hvort að ákvarðanir stjórnvalda séu bæði efnislega og formlega lögmætar, á grundvelli 60. gr. stjórnarskrárinnar. Á undanförnum áratugum hefur þó mikil þróun átt sér stað á sviði stjórnsýsluréttar sem leitt hefur til þess að stjórnvöld verða að taka mið af sífellt fleiri meginreglum við ákvarðanir sínar. Verður í þessari ritgerð farið yfir sögu endurskoðunarvalds dómstóla og athugað hvort og þá hversu langt dómstólar ganga í að endurskoða stjórnvaldsákvarðanir á sviði opinbers starfsmannaréttar.

Samþykkt: 
  • 28.2.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14084


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MLRitgerð - HjaltiBrynjar.pdf1.03 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna