is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Lokaverkefni í lagadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14104

Titill: 
  • Landlæknir og öflun persónugreinanlegra upplýsinga á grundvelli 7. gr. laga nr. 41/2007
  • Titill er á ensku The Directorate of Health and the collection of personal identifiable data based on art. 7 of the Medical Director of Health Act No 41/2007
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Eftirlit með heilbrigðisþjónustu er mikilvægur hluti af starfi landlæknis, en hann hefur oft í tengslum við eftirlitshlutverk sitt krafist þess af starfsmönnum heilbrigðisstofnana að þeir
    sendi persónugreinanlegar upplýsingar um sjúklinga á grundvelli 7. gr. laga nr. 41/2007 um landlækni og lýðheilsu. Þegar í ljós kom að gallaðir PIP-brjóstapúðar hefðu verið notaðir á
    Íslandi krafðist landlæknir þess að lýtalæknar sendu embætti hans persónugreinanlegar upplýsingar um þær konur sem fengið höfðu ígrædda brjóstapúða á nokkurra ára tímabili.
    Lýtalæknar leituðu álits Persónuverndar sem gaf út leiðbeinandi svar þess efnis að landlækni væri ekki heimilt að krefjast upplýsinganna.
    Með þessu leiðbeinandi svari Persónuverndar myndaðist nokkur réttaróvissa um heimildir landlæknis til upplýsingaöflunar vegna eftirlits þegar kemur að persónugreinanlegum
    upplýsingum og fjallar þessi ritgerð um hinar ýmsu hliðar þeirrar réttaróvissu. Fjallað er ítarlega um svör Persónuverndar og þau lagalegu skilyrði sem þurfa að vera fyrir hendi til að
    vinnsla persónugreinanlegra upplýsinga sé heimil. Gerð er grein fyrir helstu réttarheimildum og lögskýringarsjónarmiðum sem gilda við mat á heimildum landlæknis til að krefjast slíkra
    upplýsinga auk þess sem litið er til mögulegra úrlausna á þeirri réttaróvissu sem ríkir um heimildir landlæknis.

Samþykkt: 
  • 5.3.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14104


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BaldurKarl-BS-HeimildirLandlæknis.pdf756.58 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna