ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Heilbrigðisvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1411

Titill

Viðhorf foreldra til þjónustu iðjuþjálfa

Útdráttur

Færst hefur í vöxt að einstaklingar vilji hafa áhrif á þá heilbrigðisþjónustu sem þeim er veitt.
Foreldrar barna með sérþarfir eru þar engin undantekning. Undanfarin ár hefur verið reynt að
koma til móts við þessar óskir með því að veita skjólstæðingsmiðaða iðjuþjálfun. Þar er
áhersla lögð á samvinnu og samábyrgð iðjuþjálfa og skjólstæðings. Þegar skjólstæðingurinn
er fjölskyldan í heild er mikilvægt að nýta hugmyndir fjölskyldumiðaðrar þjónustu. Með því
er hægt að ná sem bestum árangri og auka vellíðan foreldra og barna. Iðjuþjálfun barna á
Íslandi er veitt af ýmsum stofnunum bæði á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi. Tilgangur
rannsóknarinnar var að kanna viðhorf foreldra barna með sérþarfir til þjónustu iðjuþjálfa og fá
með því upplýsingar um hvort þjónustan hafi verið skjólstæðingsmiðuð. Rannsakendur
hönnuðu spurningalista sem byggir á hugmyndafræði um skjólstæðingsmiðaða iðjuþjálfun.
Úrtakið var 72 foreldrar barna með sérþarfir sem fengið höfðu þjónustu iðjuþjálfa og svöruðu
50 (69,5%) foreldrar spurningalistanum. Lýsandi megindleg rannsóknaraðferð var notuð við
öflun upplýsinga og niðurstöður settar fram í texta og myndum. Niðurstöður sýndu að viðhorf
foreldra barna með sérþarfir til þjónustu iðjuþjálfa er almennt jákvætt. Þegar á heildina er litið
var skjólstæðingsmiðuð iðjuþjálfun höfð að leiðarljósi í þjónustu iðjuþjálfa að mati foreldra.
Hins vegar þótti foreldrum einstaka þáttum innan skjólstæðingsmiðaðrar iðjuþjálfunar ekki
nægjanlega vel mætt. Með rannsókn eins og þessari er hægt að rökstyðja ávinning af
breytingum á þjónustu og/eða þjónustufyrirkomulagi.
Lykilhugtök: Þjónusta iðjuþjálfa, börn með sérþarfir, skjólstæðingsmiðuð iðjuþjálfun,
fjölskyldumiðuð þjónusta.

Athugasemdir

Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri

Samþykkt
1.1.2004


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Viðhorf foreldra_e.pdf35,5KBOpinn Viðhorf foreldra - efnisyfirlit PDF Skoða/Opna
Viðhorf foreldra_h.pdf51,7KBOpinn Viðhorf foreldra - heimildaskrá PDF Skoða/Opna
Viðhorf foreldra_h... .pdf1,11MBTakmarkaður Viðhorf foreldra - heild PDF  
Viðhorf foreldra_u.pdf35,8KBOpinn Viðhorf foreldar - útdráttur PDF Skoða/Opna