is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Lokaverkefni í lagadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14110

Titill: 
  • Miskabætur – eðli þeirra og grundvöllur : Samanburður á miskabótum vegna ærumeiðinga og líkamsmeiðinga af völdum ofbeldis
  • Titill er á ensku Harm compensation – their nature and basis : comparison of harm compensation for defamation and assault by violence
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í lokaverkefni þessu mun höfundur leitast við að útskýra eðli og grundvöll miskabóta. Mest áhersla verður lögð á dómaframkvæmd Hæstaréttar og bornar saman miskabætur vegna ærumeiðinga og líkamsmeiðinga af völdum ofbeldis. Fyrri hluti ritgerðarinnar fer í hugtaka skýringar sem og að greina markmið og hlutverk skaðabóta almennt. Almenn umfjöllun skaðabóta þrengist síðar niður í umfjöllun um almennar miskabætur og að lokum er fjallað um miskabætur samkvæmt 26. gr. skaðabótalaga auk þess sem forsaga ákvæðisins er rakin. Í seinni hluta ritgerðarinnar fer höfundur yfir dómaframkvæmdina. Umfjöllun um hana er skipt niður í tvennt, þ.e. í fyrri hlutanum er farið í dóma er varða miskabætur af völdum líkamsmeiðinga vegna ofbeldis en í þeim seinni er farið í dóma um miskabætur af völdum ærumeiðinga. Að því loknu er vikið að samanburði milli þessara tveggja þátta og yfirfarinn mismunur á fjárhæðum bótanna, sem dæmdar eru brotaþola í hag, sem og að ályktanir eru dregnar út frá þeim. Skemmst er frá því að segja að rökstuðning vantar í flest tilvik þegar dómstólar dæma bótafjárhæðir. Oftar en ekki segir í dómsniðurstöðum að bæturnar séu hæfilega ákveðnar x kr. og frekari útskýring látin liggja milli hluta sem gerir það að verkum að bótakröfum er skellt fram án nokkurra röksemda. Ef annar háttur væri á framkvæmdinni, þ.e. að greinagóður rökstuðningur væri alla jafna með ákvörðun bótafjárhæðar væri meira samræmi í dómaframkvæmd sem og að brotaþolar ættu auðveldara með að rökstyðja fjárhæð bótakrafna sinna.

Samþykkt: 
  • 5.3.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14110


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_lokaverkefni-EGE.pdf552.61 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna