is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Lokaverkefni í lagadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14111

Titill: 
  • Hæfis og hæfnismat við val á umsækjendum um embætti dómara við hæstarétt
  • Titill er á ensku Qualifications and assessment in the selection of candidates for the office of judges of the Supreme Court of Iceland.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í lokaverkefni þessu eru til skoðunar lagaákvæði, reglur, lögskýringargögn og aðrir þættir er í heild mynda umgjörð þeirrar málsmeðferðar sem mat á hæfi- og hæfni umsækjanda um embætti hæstaréttardómara byggir á við skipun í embætti hæstaréttardómara.
    Í ritgerðinni er ferlið við skipun í embætti hæstaréttardómara eins og það er í dag skoðað en einnig skoðað hvernig það var fyrir breytingar sem gerðar voru á dómstólalögum árið 2010. Einnig eru reifaðar hugmyndir fræðimanna um réttarríki og þann grundvöll sem óhlutdrægir, sjálfstæðir dómstólar byggja á.
    Aðkoma ráðherra sem veitingarvaldshafa að skipunarferlinu er sérstaklega skoðuð og farið yfir samspil laga, reglna, veitingarvaldshafa og dómnefndar sem skipuð er samkvæmt dómstólalögum og hefur það hlutverk að veita umsögn um hæfni þeirra umsækjenda um embætti hæstaréttardómara, sem samkvæmt niðurstöðu ráðherra uppfylla hin almennu hæfisskilyrði dómstólalaga.
    Í ritgerðinni eru skoðuð öll hin almennu hæfisskilyrði sem dómaraefni þurfa að uppfylla og þau hæfnisskilyrði sem fyrrgreind dómnefnd byggir mat sitt á. Einnig eru skoðaðar tillögur Stjórnlagaráðs að ákvæðum er varða skipun í embætti hæstaréttardómara, í nýju frumvarpi til stjórnskipunarlaga sem afhent var forseta Alþingis 29. júlí 2011.
    Í niðurstöðukafla eru svo dregnar ályktanir um hvaða þættir í skipunarferlinu, er tengjast mati á hæfi og hæfni umsækjenda, megi færa til betri vegar.

Samþykkt: 
  • 6.3.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14111


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_ritgerð-Gizur_Sigurðsson-13-12-2011-FINAL.pdf982.12 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna