is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14124

Titill: 
  • „Sá sem kann ekki stærðfræði hlýtur að vera heimskur“ : þættir sem hafa áhrif á námsárangur og líðan nemenda með sértæka stærðfræðiörðugleika
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessu verkefni er fjallað um áhrifaþætti á líðan og námsgetu nemenda sem eiga við sértæka stærðfræðiörðugleika að etja. Um mitt ár 2012 fór fram rannsókn með eigindlegu rannsóknarsniði þar sem rætt var við sex nemendur um líðan og námsárangur þeirra. Viðtalsrannsókn varð fyrir valinu þar sem hálf-opnum spurningum var beitt. Viðmælendurnir voru á aldrinum sextán til tuttugu og sjö ára og áttu það sameiginlegt að eiga í miklum erfiðleikum tengdum stærðfræði en tveir þeirra höfðu hætt námi vegna þeirra. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða áhrifaþætti á líðan og námsgetu nemenda sem glíma við sértæka stærðfræðiörðugleika með það að leiðarljósi að hinn almenni kennari geti nýtt sér niðurstöðurnar til þess að búa nemendum sínum gott námsumhverfi.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að þátttakendurnir telja flestir að framlag þeirra hafi mest áhrif á velgengni í námi, þátttakendunum leið flestum mjög illa á skólagöngu sinni og þeir liðu mikið fyrir örðugleika sína; fannst þeir heimskir og „ógeðslega“ lélegir í stærðfræði. Þeir fundu jafnframt fyrir vanþekkingu á örðugleikum sínum, jafnt hjá samnemendum sínum og kennurum, og var það þeim erfið reynsla. Allir þátttakendurnir höfðu nokkuð ákveðnar skoðanir á náms- og kennsluaðferðum sem myndu nýtast þeim og helmingur þeirra hefði viljað hafa meira um þau atriði að segja á skólagöngunni. Að lokum má nefna að þeir höfðu mismunandi skoðanir varðandi aðlagað námsefni og getuskipta hópa en hvoru tveggja töldu þeir vera kost.
    Af þessu má álykta að skólar þurfi að hlusta á raddir nemenda, huga að fræðslu kennara og nemenda um námsörðugleika og síðast en ekki síst finna leiðir til að bæta líðan nemenda og sjálfstraust þeirra. Vinna þarf fleiri rannsóknir tengdar líðan og námsárangri þeirra sem eiga við erfiðleika að etja í námi til þess að hægt sé að koma enn frekar til móts við þá á árangursríkan og ánægjulegan hátt.

  • Útdráttur er á ensku

    „One who isn‘t able to do math must be stupid“–issues influencing educational performance and students‘ well-being
    In this essay, issues influencing educational performance and the well-being of students dealing with difficulties in learning mathematics will be discussed. In 2012, a study was conducted using qualitative method where six students were interviewed about their experience in school with regards to their well-being and ability to learn.
    Interviews were conducted using half-open questions. The interviewees were students at the age between sixteen and twenty seven. They all shared a common ground of having great difficulties with mathematics, and two of them had withdrawn from school. The aim of the study was to look at the possible issues influencing educational performance and students‘ well-being, with the hope that general classroom teachers can use these results in creating a better school environment for their students.
    The main result of the study was that the students believe that in order to be successful in school, you need to work hard. Most of the participants felt truly bad during their school attendance. They were much aware of their struggle and had the notion of being stupid and horribly bad in math. They felt that their teachers and fellow students were ignorant about their difficulties, which was a difficult experience. Half of them would have wanted to have more influence on their study during their schooling. Finally, it is worth mentioning that they all had different opinions concerning adjusted school curriculum and grouping by ability but both was regarded as an advantage.
    The conclusion that can be drawn is that schools need to listen to students‘ voices, consider educating teachers and students about learning difficulties, and last but not least, find a way to improve students‘ well-being and their confidence. More research needs to be done regarding the well-being and schooling of students that deal with learning difficulties so further improvement in teaching methods can be made.

Samþykkt: 
  • 7.3.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14124


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hafdís Einarsdóttir.pdf966.69 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna