is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14129

Titill: 
  • „Það var bara yfir eina götu að fara“ : reynsla mæðra barna með þroskahömlun af skólagöngu þeirra
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ritgerðin fjallar um reynslu fimm mæðra barna með þroskahömlun, sem byrjað höfðu skólagöngu sína í almennum grunnskóla, og af flutningi barnanna yfir í sérskóla og sérdeild. Ritgerðin er byggð á niðurstöðum rannsóknar sem gerð var vorið og sumarið 2011. Markmið rannsóknarinnar er að öðlast innsýn í reynslu mæðranna og fá fram viðhorf þeirra til skólagöngu barnanna. Í því skyni er kannað hvaða ástæður mæðurnar höfðu til að flytja börnin og hverju þær töldu flutninginn hafa breytt fyrir þau.
    Fjallað er um menntastefnu stjórnvalda og gerð grein fyrir hugmyndum um skóla án aðgreiningar (e. school inclusion). Í rannsókninni er notast við félagslegar mótunarkenningar (e. social constructionism), kenningar um félagsauð (e. social capital) og kenningar um félagsfærni. Þá er fjallað um ólík sjónarhorn á fötlun og hlutverk foreldra barna með fötlun.
    Rannsóknin er eigindleg þar sem beitt er fyrirbærafræðilegri (e. phenomenology) nálgun. Gagna er aflað með viðtölum við fimm mæður barna með þroskahömlun sem voru á aldrinum 14 til 18 ára þegar viðtölin fóru fram.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýna að þrátt fyrir að mæðurnar telji að almenni skólinn hafi tekið vel á móti börnunum í byrjun, hafi hann brugðist þeim með því að gefa þeim ekki næg tækifæri til að taka þátt í skólastarfinu.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this research is to provide insight into the experience of five
    mothers of children with intellectual disabilities, who went through the
    general education system, and then were later transferred to a special
    school. The research focused on the mothers´ experiences and views
    towards their children’s schooling and their motives behind the decision to
    transfer the children, and analysed the childrens’ life changes as they were
    interperated by the mothers.
    The thesis deals with government education policy, and light is shed on
    the ideas behind the notion of inclusive education. In this thesis social
    constructionism, theories on social capital and social competences and
    Frønes theories on youth and socialisation are applied. It also uses two
    different perspectives on disability and impairments and the role of parents
    in the lives of their disabled children. The thesis applies qualitative
    methods, where a phenomenological approach is used. Data was gathered
    via interviews with five mothers to children with intellectual impairments,
    from ages 14 to 18.
    The research has shown that initially, the mothers felt that the local
    general education school had welcomed the children in the beginning. In
    subsequent years after initial inclusion, it had fallen short of standards and
    expectations by not granting sufficient opportunities to the children to
    participate in the school activities.
    It is my hope that this research can contribute to an enhanced mutual
    understanding between the state school system and the parents of children
    with disabilities, so that the regular compulsory education school system
    can more adequately meet the needs of disabled children and enhance
    their participation in the school’s learning environment.

Samþykkt: 
  • 8.3.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14129


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistaraverkefni_SigrunJonsdottir_2013.pdf839.29 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna