is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14132

Titill: 
  • Upplifun nokkurra eldri borgara af litlum félagslegum samskiptum sínum : einmana?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Íslenska þjóðin er að eldast og telur í dag u.þ.b. 34.800 einstaklinga 67 ára og eldri, Hagstofa Íslands (e.d.) gerir ráð fyrir að sá fjöldi muni tvöfaldast á næstu 20 árum. Íslensk rannsókn bendir til þess að u.þ.b. 8,6 % eldri borgara 80 ára og eldri séu einmana og umgangist aðra einstaklinga lítið eða sjaldan. Hugmyndin að þessu verkefni kviknaði eftir að ég las blaðafréttir um eldri borgara sem höfðu látist á heimilum sínum og verið þar án þess að nokkur vitjaði þeirra um langt skeið. Það hlýtur að vera siðferðileg skylda samfélagsins að hlúa að eldri borgurum og tryggja þeim ánægjuleg efri ár. Þess vegna var markmiðið með þessari rannsókn að varpa ljósi á upplifun einmana eldri borgara á félagslegum samskiptum sínum, með það í huga að skoða hvernig má bæta aðstæður þeirra. Í rannsókninni voru notaðar eigindlegar rannsóknaraðferðir og gagna aflað með sjö viðtölum og tveimur vettvangsheimsóknum. Leitast var við að skoða hver væri reynsla og upplifun viðmælenda af því að vera í litlum félagslegum samskiptum. Gerð var grein fyrir fræðilegum kenningum sem tengjast öldrun, auk þess sem lög og reglugerðir um málefni aldraða voru skoðuð. Niðurstöður leiddu í ljós að þátttakendur í rannsókninni voru í litlum félagslegum samskiptum og sex af sjö þeirra voru einmana. Þá langaði að hafa meiri félagsskap og eitthvað við að vera og komu fram með hugmyndir sem gætu bætt aðstöðu þeirra og annarra. Einstaklingar sem eru án reglulegra tómstunda teljast líklegri til að verða einmanna, þunglyndir og heilsuverri en þeir sem eiga sér tómstundir. Þá ber samfélagið meiri kostnað vegna þeirra t.d. í formi læknisaðstoðar. Mikilvægt er að tryggja öldruðum ánægjulega daga sem geta aukið lífsgæði og hamingju þeirra. Fagfólk eins og tómstunda- og félagsmálafræðingar hafa sérþekkingu til að vinna að slíkum málefnum í samvinnu við aldraða, ríki og sveitafélög.

  • Útdráttur er á ensku

    Experiences of some senior citizens of limited social relationships: Lonely?
    The proportion of elderly people living in Iceland is increasing and the population of Iceland now includes 34,800 individuals who have reached the age of 67. Statistics Iceland (The Icelandic Bureau of Statistics) estimates that this percentage will be doubled during the course of the next twenty years. A study done in Iceland indicates that around 8.6% of those that have reached the age of 80 experience loneliness and have either less social interaction than previously or have given up socializing al together. The idea for this project came from reading news reports concerning elderly individuals who had passed away in their homes without their bodies being discovered for some considerable length of time. It is the moral obligation of society to care for the elderly and ensure that they enjoy their last years. Therefore, the objective of this study is to shed a light on how lonely elderly people perceive their social interactions with the aim to improve their situation. The study uses qualitative research methods and data collected through seven interviews and two site visits. An attempt is made to ascertain how the participants experience limited social interaction. Theories associated with aging as well as the laws and regulations on matters concerning the elderly is discussed. The results show that participants in the study have little social interaction and feel lonely. Most of them want to experience more companionship and want something to help pass the time, and they themselves have some ideas about what could improve their and others' circumstances. Individuals who do not participate in regular leisure activities are considered more likely to become lonely, depressed and experience health problems than those who do. In those cases society bears a higher cost, e.g. in the form of medical advice. It is important to ensure that the elderly experience daily life in a more positive light which can enhance their quality of life and increase their feeling of happiness. Professionals such as recreational and social scientists have the expertise to work on such issues in collaboration with the seniors themselves both on state and municipal levels.

Samþykkt: 
  • 11.3.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14132


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Upplifun nokkurra eldri borgara af litlum félagslegum samskiptum sínum - einma.pdf605.59 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna