is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14133

Titill: 
  • Borgaravitund í fjölmenningarsamfélagi : viðhorf ungmenna til mannréttinda innflytjenda og móttöku flóttamanna
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Meginmarkmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á viðhorf ungmenna til fólks af erlendum uppruna með sérstakri áherslu á viðhorf þeirra til réttinda innflytjenda og móttöku flóttamanna. Jafnframt eru tengsl á milli réttlætiskenndar þeirra og viðhorfa könnuð. Þátttakendur eru 14 og 18 ára. Blönduð aðferðafræði er notuð við gagnasöfnun (spurningalistar, viðtöl) og úrvinnslu gagna (megindleg og eigindleg nálgun). Spurningalisti var lagður fyrir 1042 ungmenni í grunn- og framhaldsskólum í þremur byggðakjörnum á landinu. Einnig voru viðtöl tekin við 19 ungmenni í þessum sömu byggðakjörnum.
    Niðurstöður voru þær að meirihluti ungmenna hafði jákvæð viðhorf til tækifæra og réttinda innflytjenda og móttöku flóttamanna. Frá 69% til 94% þeirra studdu ýmis réttindi innflytjenda og rúmlega 75% þeirra voru hlynnt móttöku flóttamanna. Þá voru viðhorfin mismunandi eftir kyni, aldri, starfsstétt foreldra og réttlætiskennd. Stúlkur sýndu jákvæðari viðhorf en piltar. Þau ungmenni, sem áttu foreldra af hærri starfsstétt, voru almennt jákvæðari í viðhorfum sínum til innflytjenda og flóttamanna. Þau sem bjuggu yfir ríkri réttlætiskennd sýndu jafnframt jákvæðari viðhorf.
    Þemagreining sýndi að flestum ungmennanna var umhugað um tækifæri innflytjenda í samfélaginu og töldu íslenskukunnáttu vera mikilvægan lykil að þeim. Einnig lögðu þau áherslu á að innflytjendur ættu að fá að viðhalda sjálfsmynd tengdri upprunamenningu; þeir eigi að fá að njóta jafnréttis og að fordómar fólks geti komið í veg fyrir þátttöku þeirra í samfélaginu. Orðræðugreining leiddi í ljós að þau ungmenni, sem sýndu neikvæð viðhorf í viðtölunum, gerðu meiri greinarmun á „okkur“ og „hinum“ í orðræðu sinni um innflytjendur heldur en önnur ungmenni. Þá kom fram að neikvæð umræða um innflytjendur einkenndist að einhverju leyti af hugmyndum ungmennanna um hvað það er að vera Íslendingur og ótta þeirra við breytingar á íslenskri menningu, trú og samfélagi. Í rökstuðningi ungmennanna fyrir móttöku flóttamanna vísuðu þau til sammannlegra þarfa fyrir öryggi og skjól. Einnig kom fram hjá þeim að hjálpa eigi flóttamönnum þar sem þeir eigi að njóta mannréttinda eins og aðrir. Engu að síður töldu sum þeirra nauðsynlegt að takmarka fjölda flóttamanna hingað til lands og athuga bakgrunn þeirra.

  • Útdráttur er á ensku

    The main objective of the study is to shed light on young people´s views of immigrants, with special emphasis on their attitudes to the rights of immigrants and reception of refugees. Furthermore, the relationship between their sense of justice and their attitudes is investigated. Participants were 14 and 18 years old. Mixed research methods were used for data collection (questionnaires, interviews) and statistical analysis (quantitative and qualitative approach). Altogether 1042 adolescents took part in the questionnaires in primary and secondary schools of three different communities in the country. In addition, 19 of those young people were interviewed.
    Results showed that the majority of the young people had positive attitudes toward rights and opportunities of immigrants and reception of refugees. From 69% to 94% supported various rights of immigrants and over 75% of them were in favor of receiving refugees. Girls showed more positive attitudes than boys. Moreover, those who had parents with better economic status were generally more positive in their attitudes. Those adolescents who had high sense of justice had also more positive attitudes toward the rights and opportunities of immigrants and reception of refugees.
    Qualitative thematic analysis showed that the young people were concerned about immigrants´ opportunities in the community and felt that learning the Icelandic language was a key to their participation in society. They also said that it was important that immigrants maintained an identity related to their cultural origins; that they should enjoy equal rights; and that people´s prejudices toward immigrants could prevent their participation in society. Discourse analysis revealed that those who showed negative attitudes in the interviews made clearer distinction between "us" and "them" in their discussion about immigrants. Furthermore, their negative views about immigrants were to some extent characterized by their ideas about Icelandic cultural identity and their fear of changes in Icelandic culture, religion and society. The reasons they gave for the reception of refugees were the common human need for safety and shelter and that refugees should enjoy human rights as others. Nevertheless, some of them thought it necessary to limit the number of refugees to Iceland and check their background.

Samþykkt: 
  • 11.3.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14133


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Margrét Aðalheiður Markúsdóttir - MA-ritgerð - pdf.pdf1.25 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna