is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14255

Titill: 
  • Vettvangsnám kennaranema : sköpun, rannsóknir og skólaþróun
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni er greint frá eigindlegri rannsókn um upplifun kennaranema af vettvangsnámi þeirra í grunnskólum. Sjónum er einkum beint að þeim þáttum sem stuðla að eða hindra frumkvæði þeirra til sköpunar, rannsókna og skólaþróunar. Þess er vænst að þær upplýsingar munu nýtast til að stuðla að bættum samskiptum milli háskóla og grunnskóla og styrkja þá þróun sem á sér stað í vettvangsnámi kennaranema.
    Í rannsókninni voru tekin viðtöl við sex kennaranema í ólíkum skólum á Íslandi og æfingakennara þriggja þeirra og könnuð upplifun þeirra á vettvangsnámi kennaranemanna. Í efnisöflun minni höfðu verkefni og rannsóknir í Háskólanum í Malmö í Svíþjóð og Starfsmenntunarháskólanum í Blaagaard í Danmörku vakið athygli mína og ég ákvað að vinna undirrannsókn í tengslum við þau verkefni. Ég tók viðtöl við kennaranema auk þess að kynna mér samvinnu og samráð milli skólastiga. Markmiðið var að gefa rannsókninni meiri dýpt með því að setja upplifun kennaranema hér á landi í stærra samhengi.
    Hinir íslensku kennaranemar, sem tóku þátt í rannsókninni, töldu þörf á að Menntavísindasvið Háskóla Íslands og grunnskólarnir marki sameiginlega stefnu um verkaskiptingu um vettvangsnám. Skiptar skoðanir voru um ábyrgð á vettvangi en nemarnir voru sammála um þörf á skýrari ramma um hagnýtt nám og aukið upplýsingaflæði milli þeirra sem að vettvangsnáminu koma. Að mati kennaranemanna er tíminn best nýttur í samskipti við nemendur og kennslu. Þeir höfðu frumkvæði að sköpun en ekki að rannsóknum eða skólaþróun.
    Ekki er hægt að alhæfa út frá niðurstöðum rannsóknarinnar. Eigi að síður vonast ég til að þær geti haft áhrif á umræðu og stefnu um vettvangsnám, kennaranemum og vettvangsnámi til heilla.

  • Útdráttur er á ensku

    In this thesis a qualitative research on the experience of teacher students in their practicum or field-studies in schools, is described. A special focus is on factors that might support or hinder their initiative for creativity, inquiries and school development. It is expected that the findings will improve communication between the University and schools (Grunnskóli), and support further development of teachers’ student practicum.
    Semi structural interviews were taken with six teacher students during their practicum (field-studies) in different schools in Iceland and three of their supervisory teacher. Both groups were asked about their experiences. As I was preparing for my thesis, smaller projects and research at the University of Malmö, Sweden and at Blaagaard University-College in Copenhagen, Denmark attracted my attention and I decided to make a preliminary study in connection with those projects. I interviewed two teacher students in each country as well as I looked into co-operation and consultation between Universities and schools.The purpose was to give my results more depth by putting the experience of the Icelandic student teachers in a wider perspective.
    The Icelandic teacher students, participating in this study, claimed that there is a need for a common policy regarding the division of tasks between the School of Education at HÍ and the Grunnskólar in organizing practicum for students. Different opinions were voiced concerning the responsibility for the practicing field, but the students also claimed that there is a need for a clearer framework for the practicum and an increased flow of information between all parties concerned.
    In the view of the teacher students, the time they used for teaching and interacting with pupils was of most value and there they showed initiative for creative activities, but less for inquiries or school development.
    This being a qualitative research, it is however impossible to generalize widely from the outcomes. Nevertheless, I hope that the findings will contribute to the discussion as well as the process of practicum or field studies for the benefit of teacher students learning and the practicum itself.

Samþykkt: 
  • 2.4.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14255


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þórdís Sigríður Mósesdóttir Meistaraverkefni.pdf965.09 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna