is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14271

Titill: 
  • Hvers á barn að gjalda. Viðurlög og viðurlagaúrræði sem beitt er í málum sakborninga á aldrinum 15-17 ára
  • Titill er á ensku Punishment and Penal Policy in Cases Regarding Juveniles Aged 15-17
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar ritgerðar er að kanna hvernig ákæruvaldið og dómstólar komast að niðurstöðu í sakamálum er varða unga sakborninga, sem eiga það sameiginlegt að hafa framið afbrot á barnsaldri skv. íslenskum lögum. Í ritgerð þessari verður fjallað um hvernig viðurlögum og viðurlagaúrræðum er beitt á Íslandi í málum sakborninga á aldrinum 15-17 ára. Könnuð voru öll þau mál þar sem ríkissaksóknari hafði tekið ákvörðun um að fella niður saksókn eða fresta útgáfu ákæru skilorðsbundið á tímabilinu 1. janúar 2008 til 31. október 2012. Skilyrði var að sakborningur hefði verið 15-17 ára gamall á verknaðarstundu. Auk þess voru kannaðir þeir dómar sem bárust Fangelsismálastofnun ríkisins til fullnustu á tímabilinu 1. janúar 2008 til 31. desember 2012.
    Í upphafi ritgerðarinnar er almennt fjallað um refsivörslukerfið, hugtakið afbrot, markmið og tilgang refsinga, hvað felst í sakhæfi, úrræði barnaverndaryfirvalda, hugtökin barn og sakborningur auk þess sem farið verður stuttlega yfir ýmsa tölfræði um afbrot ungmenna.
    Í öðrum kafla er fjallað um þá alþjóðasamninga sem Ísland er aðili að og varða afbrot ungra sakborninga. Þeir samningar eru Alþjóðasamningurinn um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi, Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna og viðmiðunarreglur Sameinuðu þjóðanna um unga afbrotamenn, auk þess sem fjallað verður um reglur Evrópusambandsins um unga afbrotamenn.
    Þriðji kafli er tileinkaður þeim úrræðum sem ákæruvaldið getur beitt vegna afbrota ungra sakborninga og er þar lögð áhersla á heimildirnar til þess að falla frá saksókn og fresta útgáfu ákæru skilorðsbundið. Vikið er stuttlega að sömu úrræðum í dönskum, sænskum og norskum rétti. Í fjórða kafla er stuttlega fjallað um þá dómstóla sem dæma í málum ungra sakborninga.
    Í fimmta kafla er fjallað um refsingar í málum ungra sakborninga. Fyrst verður farið yfir ákvörðun refsinga og refsiákvörðunarástæður, bæði lögmæltar og ólögmæltar, þar næst um frestun ákvörðunar refsingar skilorðsbundið, frestun fullnustu refsinga skilorðsbundið, blandaða skilorðsdóma og óskilorðsbundnar refsingar. Í sjötta kafla er fjallað um viðurlög vegna afbrota ungmenna á Norðurlöndunum.
    Sjöundi kafli fjallar um samfélagsþjónustu. Þar er því velt upp hvort samfélagsþjónusta sé í eðli sínu viðurlagaúrræði eða fullnustuúrræði og hvort úrræðið nýtist ungum afbrotamönnum hér á landi. Í áttunda kafla verða skoðuð ýmis sérákvæði í lögum er taka til ungra sakborninga, svo sem þau er lúta að gæsluvarðhaldsúrskurðum, lokuðu þinghaldi og afplánun óskilorðsbundinnar refsingar. Að lokum verða í níunda kafla dregnar saman helstu niðurstöður ritgerðarinnar.

Samþykkt: 
  • 4.4.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14271


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
berglind.pdf745.61 kBLokaður til...01.01.2088HeildartextiPDF